Viðtöl, örfréttir & frumraun
Óskar Finnsson sæmdur Cordon Bleu orðu KM – Myndir

Bjarki Ingþór Hilmarsson formaður orðunefndar, Óskar Finnsson og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var nýverið á hótel Geysi í Haukadal var Óskari Finnssyni matreiðslumeistara og veitingamanni veitt Cordon Bleu orða Klúbbs matreiðslumeistara en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.
Óskar er fyrir löngu orðin landsþekktur fyrir störf sín í veitingageiranum, sjónvarpsþætti, útvarpsþætti og greinar um veitingageirann í fjölmiðlum og á netinu.
Óskar er ættaður frá Seyðisfirði en kom ungur til Reykjavíkur og lærði matreiðslu á Aski undir stjórn meistara síns, Guðmundar Valtýssonar.
Meðfram náminu starfaði hann á Hótel Sögu, Þrem frökkum og fleiri stöðum. Að námi loknu hoppaði Óskar beint í djúpulaugina þegar honum bauðst staða yfirkokks á Hótel Valhöll.
Þá var honum var boðin vinna á steikhúsi nokkru við Barónsstíg sem þá var um það bil að opna og var ákveðið að staðurinn héti Argentína. Óskar er ennþá þekktur sem Óskar á Argentínu.
Á Argentínu starfaði Óskar fram til ársins 2004 þegar fjölskyldan flutti til Bretlands. Þar kom Óskar að opnun Texture með Agnari Sverrissyni. Það reyndist fyrsti Michelin staðurinn með Íslenskar rætur.
Auk þess hefur Óskar komið að opnun nokkurra staða. Má þar nefna Carpe Diem, Veisluturninn og Gott svo eitthvað sé nefnt.
Þá starfaði Óskar sem framkvæmdastjóri veitingasviðs Íslandshótela áður en þau fjölskyldan opnuðu Finnsson Bistro í Kringlunni sem nýtur mikilla vinsælda
Óskar er snilldarkokkur og auk þess að vera veitingamaður af lífi og sál. Áhugi Óskars og þekking á veitingahúsum og mat er aðdáunarverður og er leitun að manni sem hefur borðað á fleiri veitingastöðum út um allan heim.
Óskar hefur svo sannarlega haft áhrif á Íslenska veitingamennsku með fagmennsku sinni og smekkvísi.
Sjá einnig: Sölvi B. Hilmarsson sæmdur Cordon Bleu
Sjá einnig: Snædís Xyza Mae Ocampo sæmd Cordon Bleu
Myndir: kokkalandslidid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








