Keppni
Óskar Atli sigraði með heimagerða Grísa-loku

Óskar Atli Gestsson, Adda Þóra Bjarnadóttir og Konráð Vestmann Þorsteinsson meðlimur í Klúbbi Matreiðslumeistara
Á Local Food hátíðinni sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri nú um helgina var skemmtileg Samlokukeppni. Keppnisfyrirkomulagið var að keppendur máttu koma með allt tilbúið og settu saman þrjár samlokur á keppnisstað.
Keppendur voru:
- Team Landflutningar
- Aníta- Hlöllabátar
- Fabrikkan
- Óskar Atli Gestsson
Það var síðan Óskar Atli Gestsson sem sigraði með heimagerða Grísa-loku og til aðstoðar var Adda Þóra Bjarnadóttir.
Óskar var með greinagóða lýsingu á samlokunni sem við birtum hér með góðfúslegu leyfi hans.
Rifin Dead Ringer Grísa-Loka
- Brauðið er gert úr heimalöguðum Dead Ringer Indian Pale Ale og afgangs korni úr brugginu.
- Rifinn Grís sem var hægeldaður við mjög lágan hita í rúmar 12 klukkustundir, svissaður skallot laukur og BBQ sósa.
- Kryddaður sýrður rjómi og heilsutómatar, gúrka, heimaræktað fjólublátt grænkál ásamt heimalöguðum mozarellaosti.
- Skreytingin er grænkálsblað með heilsutómötum ásamt rifnum mozarellaosti og olíu dressingum með chilli, hvítlauk og múskat.
- Heimabruggaður Dead Ringer IPA bjór sem notaður var í baksturinn til að skola bitanum niður.
© Óskar Atli Gestsson

Dómarar í Samlokukeppninni: Davíð Rúnar Gunnarsson Viðburðarstofu Norðurlands, Bjarni Sigurðsson Mat og Mörk, Birgir Snorrason Kristjánsbakarí, Snæbjörn Kristjánsson Klúbbi Matreiðsumeistara.
Myndir: Kristinn

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð