Keppni
Óskar Atli sigraði með heimagerða Grísa-loku

Óskar Atli Gestsson, Adda Þóra Bjarnadóttir og Konráð Vestmann Þorsteinsson meðlimur í Klúbbi Matreiðslumeistara
Á Local Food hátíðinni sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri nú um helgina var skemmtileg Samlokukeppni. Keppnisfyrirkomulagið var að keppendur máttu koma með allt tilbúið og settu saman þrjár samlokur á keppnisstað.
Keppendur voru:
- Team Landflutningar
- Aníta- Hlöllabátar
- Fabrikkan
- Óskar Atli Gestsson
Það var síðan Óskar Atli Gestsson sem sigraði með heimagerða Grísa-loku og til aðstoðar var Adda Þóra Bjarnadóttir.
Óskar var með greinagóða lýsingu á samlokunni sem við birtum hér með góðfúslegu leyfi hans.
Rifin Dead Ringer Grísa-Loka
- Brauðið er gert úr heimalöguðum Dead Ringer Indian Pale Ale og afgangs korni úr brugginu.
- Rifinn Grís sem var hægeldaður við mjög lágan hita í rúmar 12 klukkustundir, svissaður skallot laukur og BBQ sósa.
- Kryddaður sýrður rjómi og heilsutómatar, gúrka, heimaræktað fjólublátt grænkál ásamt heimalöguðum mozarellaosti.
- Skreytingin er grænkálsblað með heilsutómötum ásamt rifnum mozarellaosti og olíu dressingum með chilli, hvítlauk og múskat.
- Heimabruggaður Dead Ringer IPA bjór sem notaður var í baksturinn til að skola bitanum niður.
© Óskar Atli Gestsson

Dómarar í Samlokukeppninni: Davíð Rúnar Gunnarsson Viðburðarstofu Norðurlands, Bjarni Sigurðsson Mat og Mörk, Birgir Snorrason Kristjánsbakarí, Snæbjörn Kristjánsson Klúbbi Matreiðsumeistara.
Myndir: Kristinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya


















