Keppni
Óskar Atli sigraði með heimagerða Grísa-loku
Á Local Food hátíðinni sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri nú um helgina var skemmtileg Samlokukeppni. Keppnisfyrirkomulagið var að keppendur máttu koma með allt tilbúið og settu saman þrjár samlokur á keppnisstað.
Keppendur voru:
- Team Landflutningar
- Aníta- Hlöllabátar
- Fabrikkan
- Óskar Atli Gestsson
Það var síðan Óskar Atli Gestsson sem sigraði með heimagerða Grísa-loku og til aðstoðar var Adda Þóra Bjarnadóttir.
Óskar var með greinagóða lýsingu á samlokunni sem við birtum hér með góðfúslegu leyfi hans.
Rifin Dead Ringer Grísa-Loka
- Brauðið er gert úr heimalöguðum Dead Ringer Indian Pale Ale og afgangs korni úr brugginu.
- Rifinn Grís sem var hægeldaður við mjög lágan hita í rúmar 12 klukkustundir, svissaður skallot laukur og BBQ sósa.
- Kryddaður sýrður rjómi og heilsutómatar, gúrka, heimaræktað fjólublátt grænkál ásamt heimalöguðum mozarellaosti.
- Skreytingin er grænkálsblað með heilsutómötum ásamt rifnum mozarellaosti og olíu dressingum með chilli, hvítlauk og múskat.
- Heimabruggaður Dead Ringer IPA bjór sem notaður var í baksturinn til að skola bitanum niður.
© Óskar Atli Gestsson
Myndir: Kristinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana