Keppni
Óskar Atli sigraði með heimagerða Grísa-loku
Á Local Food hátíðinni sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri nú um helgina var skemmtileg Samlokukeppni. Keppnisfyrirkomulagið var að keppendur máttu koma með allt tilbúið og settu saman þrjár samlokur á keppnisstað.
Keppendur voru:
- Team Landflutningar
- Aníta- Hlöllabátar
- Fabrikkan
- Óskar Atli Gestsson
Það var síðan Óskar Atli Gestsson sem sigraði með heimagerða Grísa-loku og til aðstoðar var Adda Þóra Bjarnadóttir.
Óskar var með greinagóða lýsingu á samlokunni sem við birtum hér með góðfúslegu leyfi hans.
Rifin Dead Ringer Grísa-Loka
- Brauðið er gert úr heimalöguðum Dead Ringer Indian Pale Ale og afgangs korni úr brugginu.
- Rifinn Grís sem var hægeldaður við mjög lágan hita í rúmar 12 klukkustundir, svissaður skallot laukur og BBQ sósa.
- Kryddaður sýrður rjómi og heilsutómatar, gúrka, heimaræktað fjólublátt grænkál ásamt heimalöguðum mozarellaosti.
- Skreytingin er grænkálsblað með heilsutómötum ásamt rifnum mozarellaosti og olíu dressingum með chilli, hvítlauk og múskat.
- Heimabruggaður Dead Ringer IPA bjór sem notaður var í baksturinn til að skola bitanum niður.
© Óskar Atli Gestsson
Myndir: Kristinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum