Keppni
Öryggi og fagmennska: Nýtt samstarf Kokkalandsliðsins og Tandurs

Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara og Elínborg Erla Knútsdóttir, markaðsstjóri Tandurs
Öryggi, gæði og hreinlæti
Tandur ehf., leiðandi fyrirtæki á sviði hreinlætislausna fyrir atvinnulíf og stofnanir, hefur gengið til formlegs samstarfs við Kokkalandsliðið og Klúbb Matreiðslumeistara með undirritun styrktarsamnings. Markmið samningsins er að efla aðstöðu og umgjörð íslenska landsliðsins í matreiðslu, með áherslu á öryggi, gæði og hreinlæti – lykilþætti í alþjóðlegri keppnismatreiðslu.
Þjónusta í yfir 50 ár
Tandur, sem hefur starfað á íslenskum markaði í yfir 50 ár þjónustar allt frá veitingahúsum og heilbrigðisstofnunum til stórfyrirtækja og skóla. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir í þrif og hreinlætisvörum, með áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og þjónustu í hæsta gæðaflokki. Meðal viðskiptavina Tandurs eru margir helstu matvælaframleiðendur og veitingaaðilar landsins – og því liggur samstarfið við Kokkalandsliðið beint við.
Mikill heiður
„Við lítum á þetta sem mikinn heiður,“ segir Elínborg Erla Knútsdóttir, markaðsstjóri Tandurs. „Það að styðja við lið sem vinnur við að hámarka nákvæmni, fagmennsku og hreinlæti undir miklu álagi á alþjóðavettvangi er í takt við okkar eigin gildi og starfsemi. Íslenskir matreiðslumenn eru í fremstu röð – og við viljum vera með þeim í liði.“
Frábær árangur
Íslenska kokkalandsliðið hefur á undanförnum árum náð ótrúlegum árangri. Á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart í febrúar 2024, hafnaði liðið í þriðja sæti, sem er besti árangur Íslands á leikunum til þessa. Liðið fékk gullverðlaun í báðum keppnisgreinum sínum og skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum. Þessi árangur jafnar fyrri þriðja sæti liðsins frá fyrri leikunum .
Undirbúningur á fullu
Undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fer fram í Lúxemborg í nóvember 2026 er þegar hafinn. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, landsliðsþjálfari, stýrir liðinu en hún þjálfaði liðið einnig fyrir Ólympíuleikana 2024. Hún hefur mikla reynslu í keppnismatreiðslu og var t.d. í liðinu þegar liðið komst fyrst á pall á stórmóti 2020.
Með okkur í liði
Með áframhaldandi stuðningi og samstarfi er stefnt að því að íslenska kokkalandsliðið nái enn betri i árangri á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg árið 2026.
“Fyrir okkur er gríðarlega mikilvægt að sem flest fyrirtæki í sem tengjast matvælum á einhvern hátt séu með okkur í liði til að tryggja það að við verðum með eitt besta ef ekki það besta Kokkalandslið í heimi. Að Tandur bætis nú í hópinn er mikið ánægjuefni fyrir okkur og hlakkar okkur gríðarlega til samstarfsins.” Segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.
Mynd: Mummi Lú
-
Bocuse d´Or18 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni23 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin





