Viðtöl, örfréttir & frumraun
Örn steikti hrefnu í viðskiptavini Kaskó
Matreiðslumeistarinn Örn Garðarsson gladdi bragðlauka viðskiptavina Kaskó í Keflavík sl. fimmtudag er hann steikti hrefnukjöt fyrir gesti.
Örn hefur verið að matreiða hrefnukjöt í rúmt ár og segir að aðalatriðið sé að hrefnukjötið sé vel valið því stór hluti af skepnunni sé hreint ekki góður.
Það þarf að brúna hrefnuna vel og helst gera það um leið og kjötið kemur úr pokanum, það má þó ekki brúna hana í gegn heldur hafa hana hráa í miðjunni og svo sker maður hana í þunnar sneiðar, sagði Örn.
Hrefnukjötið hefur verið að ryðja sér til rúms og verður vinsælla með hverjum degi sem líður. Gestir í Kaskó voru óhræddir við að smakka kjötið og margir hverjir stukku á pakkningu hjá Erni eftir að hafa smakkað.
Fólk er duglegt að spyrja hvernig maður eigi að útbúa hrefnuna og þegar ég hef t.d. verið að nota hana í veislum þá ber ég hana oft fram hráa, svipað og sushi. Kjötið hefur verið bannað svo lengi en nú eru margir veitingastaðir farnir að bjóða upp á hrefnukjöt, sagði Örn en varaði fólk sérstaklega við því að ofelda hrefnuna.
Ef hrefnan er ofelduð þá kemur fram þetta sjófugla- lýsisbragð og það er ekki gott. Fyrir þá sem eiga birgðir af hrefnukjöti þá er gott að skera af því ysta lagið ef það hefur komist í snertingu við súrefni í einhvern tíma. Súrefnið er helsti óvinur hrefnukjötsins því þá byrjar það að brotna niður og þráabragðið kemur fram, sagði Örn að lokum.
Greint frá á Vf.is
Mynd; vf.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður opnar við gömlu höfnina í Reykjavík
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólaborgarinn seldist upp
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Íslenskt lambakjöt orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum