Frétt
Orðu og laganefnd KM hafði í nógu að snúast á árshátíð klúbbsins
Orðu og laganefnd Klúbbs Matreiðslumeistara hafði í nógu að snúast á árshátíð klúbbsins sem haldin var á laugardaginn s.l., en þar sæmdi nefndin fjóra meðlimi Cordon Bleu orðuna.
Cordon Bleu orðan er veitt fyrir fagleg störf og störf að félagsmálum.
Hér eftirfarandi er stutt yfirferð á starfsferil þeirra sem að Klúbbur Matreiðslumeistara hefur tekið saman:
Einar Geirsson
Einar Geirsson var meðlimur í Kokkalandsliðinu 1999 – 2005
Keppnir á Íslandi:
Matreiðslumaður ársins
1996 – 5-12. sæti
1998 – 4. sæti
1999 – Brons
2000 – Brons
2002 – Silfur
2003 – Gull
Íslenskt Eldhús
2006 – Silfur
Makrílkeppni á Akureyri
2011 – Gull
Alþjóðlegar matreiðslukeppnir
Ólympíuleikar í matreiðslu í Þýskalandi:
Erfurt 2000 – 1 silfur og 1 brons
Erfurt 2004 – 2 silfur
Heimsmeistaramót í matreiðslu í Lúxemborg
2002 – 1 silfur og 1 brons
Matreiðslumaður Norðurlandanna
2004 – 4. sæti
Alþjóðleg keppni í matreiðslu í Basil í Sviss
2005 – 2 silfur
Alþjóðleg keppni í matreiðslu í Seoul í Suður-Kóreu
2002 – 2 gull
Alþóðleg keppni í Glasgow í Skotlandi
2001 – Silfur
Dómara réttindi frá WACS
2015
Dómari í Kokkur ársins 2016
Ég hóf mitt kokkanám 16 ára gamall, á Hard Rock cafe vorið 1989 og var ansi lúnkinn í að kúla ís og sérlega laginn við að flaka og meðhöndla fisk þar sem ég er alinn upp í slorinu á Tálknafirði og byrjaði að vinna ungur í fiskverkun foreldrana. Árið 1990 opnaði veitinga og skemmtistaðurinn Amma Lú, strákurinn var sendur þangað til að klára námið og útskrifaðist sem matreiðslusveinn um áramótin 1993-1994.
Eftir að námi lauk vann ég tvö sumur á Eddu hóteli ( Flúðir og Laugar) vann svo á Ömmu lú, Hótel Borg, Gleneagles hóteli í Skotlandi, Einari Ben, Hótel Selfoss, Lækjarbrekku, Sigga Hall, Tveim fiskum.
Haustið 2004 fluttum við hjónin norður á Akureyri og festum kaup á Cafe Karolínu og rákum það í nokkur ár, opnuðum svo Rub23 í því húsnæði árið 2008. Rub23 flutti svo í núverandi húsnæði árið 2010 og er í reksri þar í dag. Opnuðum Sushi Corner í mars 2017, við prufuðum ýmislegt með þessu t.d opnuðum Rub23 í Reykjavík og Hamborgarabúllu Tómasar á Akureyri.
Ég hef tekið þátt í að kynna íslenskan fisk á sýningum í Boston og Lyon, unnið með veitingahúsakeðju á Fórída við að þróa bleikjurétti og verið með sýnikennslu og kynningu fyrir nemendur í The Culinary Institute of Amerika. Hef unnið náið með sjávarútvegs fyrirtækinu Samherja í mörgum frábærum verkefnum, meðal annars verið með þeim á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel frá árinu 2006.
Guðmundur Ragnarsson
Ég Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari og meðlimur í KM langar að stinga upp á einum góðum manni sem verðugur er Cordon Bleu orðunni en það er Guðmundur Ragnarsson.
Að mínu mati ætti hann að vera búinn að sýna fram á það að hann á orðuna skilið fyrir þann dugnað og stuðning hann hefur sýnt bæði klúbbnum og aukið hróður okkar t.d. meðal kvikmyndageirans hér heima sem og á erlendri grund.
Stutt ágrip af sögu hans:
Hann læri matreiðslu á Laugaási, Laugarási á Hótel Esju og í Perlunni.
Meistari hans var Gísli Thorodssen og er hann valinn nemi ársins af KM árið 1993 og útskrifast um áramótin 1993-94 með hæstu einkunn.
Vann á Hotel Royal Luxemburg eftir útskrift ásamt öðrum stað þar sem ég kann ekki að nefna.
Var í Kokkalandsliðinu 1997-2000 og aftur núna 2014 var hann þeim innan handar.
Er stofnandi Freistingar.
Hefur átt sinn þátt í að auglýsa íslenska matreiðslu í gegnum kvikmyndaverkefni þau sem hér hafa verið s.l. 15 ár og má þar nefna að hann hefur eldað alla tíð fyrir Latabæ og síðar Tom Cruise, Star Wars myndirnar ofl, ofl.. myndir og auglýsingar.
Guðmundur hefur verið mikill brautryðjandi í stórum veislum þar sem hann hefur útbúið veislur fyrir á þriðja þúsund manns í einu, t.d fyrir Símann, Landsbankann, Eimskip ofl..
Hann sá nú síðasta sumar um veitngar á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru hér á Íslandi þar sem hann eldaði ásamt sínu fólki um 45000 máltíðir á einni viku og fékk sérstakt lof fyrir frá ÍSÍ og hafði það ekki gerst áður að engar kvartanir bárust þeim.
Einnig má nefna að hann hefur reynst betri en enginn þegar kemur að Gala dinner KM og hefur hann margoft verið með rétti og verið mönnum innan handar með borðbúnað, glös tæki ofl..
Ég gæti nú lengi haldið áfram í að mæra þennan góða dreng en læt hér staðar numið.
Kveðja Ásbjörn Pálsson
Matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Menu Veitinga
Ragnar Marinó Kristjánsson
Ragnar lærði matreiðslu á Veitingahöllinni og Hótel- og Matvælaskólanum árin 1984 – 1988. Meistari hans var Diðrik Ólafsson.
Ragnar vann í Kjötbúðinni Borg frá 1988 – 1990.
Síðan sem sölumaður hjá Eggerti Kristjánssyni 1990 – 1994.
Stofnar fyrirtækið Pasta sem hann rak allt til 2018.
Vinnur nú við Steik Guesthouse í Vík í Mýrdal.
Ragnar gekk í Klúbb Matreiðslumeistara árið 2008 og allt frá árinu 2009 hefur hann setið í viðburðarnefnd klúbbsins og síðustu ár í stjórn og unnið frábært starf og hrifið menn með sér svo eftir hefur verið tekið. Ragnar hefur auk þessa verið sannanlega betri en enginn í störfum fyrir fjölda Hátíðarkvöldverða sem og fyrir keppnina Kokkur ársins.
Örn Svarfdal Hauksson
Örn Svarfdal Hauksson lærði matreiðslu á Arnarhóli árin 1986 til 1990. Skúli Hansen er meistari Arnars en einnig vann hann undir handleiðslu Guðmundar Guðmundssonar (Mumma).
Örn hefur starfað víða síðustu 32 ár meðal annars Hótel Borg Færeyjum, Hótel Ullensvang Noregi, Flughotel Keflavík, KEA Hótels, Heildverslun Ekrunnar og nú sem yfirmatreiðslumaður hjá Kjötkompaní Hafnarfirði.
Örn ásamt Júlíu Skarphéðinsdóttur stofnuðu KM Norðurland og hefur Örn starfað bæði í stjórn KM fyrir norðan og fyrir sunnan ásamt því að vera virkur í nefndarstörfum.
Ég starfaði með Erni bæði hjá KEA Hotels og hef unnið með honum í mörgum veislum og það er hægt að segja með sönnu að Örn er góður fagmaður og leggur mikinn metnað í sína vinnu, það sést vel í starfi hans hjá Kjötkompaní en þar er unnið frábært og metnaðar fullt starf í bæði veislum og framleiðslu á mörgum úrvals réttum og meðlæti til að auðvelda fólki að bera fram frábærar máltíðir heima.
Örn hefur alltaf gefið sig 100% í allt sem hann tekur sér fyrir hendur hvort sem er í eldhúsinu eða í mjög svo óeigingjörnu starfi fyrir KM.
Mér þykir Örn svo sannarlega vera verðugur þeim heiðri að hljóta Cordon Blue fyrir framlag sitt til matargerðar, fagmennsku og félagstarfs eins innan KM
Virðingafyllst
Júlía Skarphéðinsdóttir
Myndir: Smári
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana