Markaðurinn
Opna Dineout Iceland mótið fór vel fram – Myndaveisla
Frábær þátttaka var á Opna Dineout Iceland mótinu sem fór fram á Hlíðavelli hjá Gólfklúbbi Mosfellsbæ 13. ágúst sl. Yfir 200 manns mættu til leiks og veðrið lék við keppendur!
Vinningaskráin var glæsileg meðal annars gjafabréf frá Play Airlines, skartgripir frá Vera design, listaverk eftir Hendrikku Waage, gjafakörfur frá Ó Johnson & Kaaber / Ísam, vínflöskur frá Globus, Nespresso Vertuo Next kaffivélar frá Perroy, Krombacher partý tunnur frá Karl K. Karlssyni, vínflöskur frá Mekka, rútur af Víking Lite og Víking Gylltum, vörur frá Advania og Tölvutek. Svo var fjöldinn af gjafabréfum á glæsilega veitingastaði meðal annars á Tres Locos, Brasserie Grand, Fiskfélagið, Sjávargrillið, Matarkjallarann, Grazie og á Blik Bistró sem er staðsett í golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Vinningshafar í fyrstu þremur sætum á mótinu urðu eftirfarandi:
1. sæti – Kristján Þór Einarsson og Eyjólfur Kolbeins. 60 högg (besta skor á seinni 9)
2. sæti – Helgi Reynir Guðmundsson og Gústav A Gunnlaugsson. 60 högg (betri á síðustu 6 holunum)
3. sæti – Fannar Már Jóhannsson og Andri Snær Sævarsson. 60 högg.
Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju, þökkum Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Blik Bistró fyrir gott samstarf og kærar þakkir til allra fyrirtækjanna sem gáfu glæsilega vinninga! Dineout Iceland teymið hlakkar til endurtaka mótið að ári.
Dineout Iceland hjálpar veitingastöðum, hótelum og öðrum fyrirtækjum að auka sýnileika rekstursins með sér hönnuðum íslenskum hugbúnaðarlausnum meðal annars: borðabókunarkerfi, kassakerfi (POS), matarpöntunarkerfi, sala viðburða, sjálfvirkar greiðslur (QR kóðar), vefsíðuhönnun og uppsetning.
Hafið endilega samband fyrir frekari upplýsingar í gegnum tölvupóst [email protected] og einnig má finna nánari upplýsingar á www.dineout.restaurant.
Kær kveðja, starfsfólk Dineout Iceland ehf, Skútuvogi 13A.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin