Frétt
Omnom poppar í ágúst til að gleðjast yfir fjölbreytileikanum
Á vordögum tók landinn sérstaklega vel á móti Evróvision poppi Omnom og kjamsaði á litríku góðgætinu á meðan Svala stóð sig eins og hetja á sviðinu í Kænugarði.
Omnom ætlar að endurtaka leikinn og poppa í ágúst til að gleðjast yfir fjölbreytileikanum!
Omnom teymið hefur tilkynnt með stolti að vera styrktaraðili Hinsegin daga 2017. Omnom ætlar að fylla 2000 þúsund box af poppi og mun hvert box innihalda 100% stuðning við
Hinsegin daga. Poppið verður selt í verslun Omnom Hólmaslóð 4 og verslunum Hinsegin daga á meðan á hátíðinni stendur, aðra vikuna af ágúst.
„Okkur hefur langað frá stofnun að styðja við réttindabaráttuna og hið góða starf Hinsegin daga. Hugmyndin að litríka poppinu varð til í einni þankahríðinni, okkur langaði að gera eitthvað litríkt í anda gleðigöngunnar en á sama tíma eitthvað fjölbreytt sem fólk gæti deilt og notið saman”
, segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og einn af stofnendum Omnom.
Samkvæmt Omnom er poppið húðað með Omnom súkkulaði í fimm litríkum glamúr bragðtegundum: Lakkrís + hindber, bláber, mangó + ástaraldin, jarðaber og matcha te. Yfir 1500 manns komu og sóttu sér popp box á innan við sjö klukkustundum í verslun þeirra að Hólmaslóð 4 fyrir Evróvision partýið.
Omnom ætlar þó ekki einungis að poppa heldur hefur teymið einnig þróað og búið til sérstakt súkkulaðistykki sem einnig verður selt til styrktar Hinsegin dögum
„Við erum afar stolt af þessu samstarfi og kynnum með gleði súkkulaðið sem heitir Caramel + Milk. Það verður búið til í takmörkuðu upplagi en við getum dreift því víðar en poppinu, til dæmis til sölustaða okkar utan höfuðborgarsvæðisins til kaupenda sem langar að styðja við starf Hinsegin daga. Caramel + Milk verður jafnframt til sölu í Fríhöfninni”
, segir Kjartan.
„Við fögnum því af heilum hug að fá Omnom í hóp stoltra styrktaraðila Hinsegin daga. Öll vinna við hátíðina okkar er unnin af sjálfboðaliðum og rekstrargrundvöllurinn byggir algjörlega á stuðningi velviljaðra fyrirtækja, einstaklinga og Reykjavíkurborgar. Við hlökkum mikið til að vinna áfram með Omnom og þökkum þeim fyrir að nálgast okkur með þessa skemmtilegu hugmynd og fallegu hugsjón”
, segir í tilkynningu frá Stjórn Hinsegin daga sem hlakkar til samstarfsins en hátíðin er unnin af sjálfboðaliðum.
Myndir: omnomchocolate.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun24 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF