Frétt
Ómerkt sinnep í Graflax
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum við Graflax frá Fisherman. Laxinn inniheldur sinnepsfræ án þess að þess sé getið í innihaldslista vörunnar.
Fisherman innkallar hina vanmerktu vöru af markaði, í samráði við Matvælastofnun.
Innköllunin á við um eftirfarandi lotu/framleiðsludagsetningu og vörur með best fyrir dagsetningu fyrir 20.7.2021:
- Vörumerki: Fisherman
- Vöruheiti: Graflax
- Framleiðandi: Fisherman ehf.
- Framleiðsluland: Ísland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 1551 / 20.07.21
- Geymsluskilyrði: 0-4°C
- Dreifing: Verslanir Nettó, Iceland, Hagkaup, Krambúðin og Kjörbúðin
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki ef þeir hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum og hafa samband við Fisherman til að fá endurgreiðslu. Vakin er athygli á því að þeir sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum þurfa ekki að forðast vöruna.
Mynd: aðsend / mast.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024