Frétt
Ómerkt sinnep í Graflax
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum við Graflax frá Fisherman. Laxinn inniheldur sinnepsfræ án þess að þess sé getið í innihaldslista vörunnar.
Fisherman innkallar hina vanmerktu vöru af markaði, í samráði við Matvælastofnun.
Innköllunin á við um eftirfarandi lotu/framleiðsludagsetningu og vörur með best fyrir dagsetningu fyrir 20.7.2021:
- Vörumerki: Fisherman
- Vöruheiti: Graflax
- Framleiðandi: Fisherman ehf.
- Framleiðsluland: Ísland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 1551 / 20.07.21
- Geymsluskilyrði: 0-4°C
- Dreifing: Verslanir Nettó, Iceland, Hagkaup, Krambúðin og Kjörbúðin
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki ef þeir hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum og hafa samband við Fisherman til að fá endurgreiðslu. Vakin er athygli á því að þeir sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum þurfa ekki að forðast vöruna.
Mynd: aðsend / mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.