Frétt
Ómerkt egg og lúpína í Bónus ristuðum karamelluhnetum
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir eggjum eða lúpínu við neyslu á ristuðum karamelluhnetum sem merktar eru Bónus. Varan getur innihaldið snefilmagn af ofnæmis- og óþolsvöldunum egg og lúpínu án þess að það komi fram á umbúðum. Aðföng hefur innkallað allar framleiðslulotur úr verslunum Bónusar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Vörumerki: Bónus
Vöruheiti: Ristaðar karamelluhnetur
Nettómagn: 150 g
Strikanúmer: 5690350053792
Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar
Framleiðandi (pökkunaraðili): Nathan & Olsen hf, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
Dreifing: Allar verslanir Bónusar
Neytendur sem hafa ofnæmi/óþol fyrir eggjum eða lúpínu er bent á að neyta ekki vörunnar. Þeir viðskiptavinir sem kunna að eiga þessa vöru geta skilað og fengið endurgreitt í öllum verslunum Bónusar.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro