Frétt
Ómerkt egg og lúpína í Bónus ristuðum karamelluhnetum
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir eggjum eða lúpínu við neyslu á ristuðum karamelluhnetum sem merktar eru Bónus. Varan getur innihaldið snefilmagn af ofnæmis- og óþolsvöldunum egg og lúpínu án þess að það komi fram á umbúðum. Aðföng hefur innkallað allar framleiðslulotur úr verslunum Bónusar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Vörumerki: Bónus
Vöruheiti: Ristaðar karamelluhnetur
Nettómagn: 150 g
Strikanúmer: 5690350053792
Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar
Framleiðandi (pökkunaraðili): Nathan & Olsen hf, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
Dreifing: Allar verslanir Bónusar
Neytendur sem hafa ofnæmi/óþol fyrir eggjum eða lúpínu er bent á að neyta ekki vörunnar. Þeir viðskiptavinir sem kunna að eiga þessa vöru geta skilað og fengið endurgreitt í öllum verslunum Bónusar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins