Frétt
Ólöglegt varnarefni í kúmen fræjum
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Cumin fræjum frá Whole Jeera sem fyrirtækið Dai Phat Trading inc ehf. flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er óheimilt að nota það í matvælaframleiðslu í Evrópu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Tilkynning um vöruna barst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Innköllunin á eingöngu við um framleiðslulotu með eftirfarandi Best fyrir dagsetningu:
- Vörumerki: TRS
- Vöruheiti: Whole Jeera – Cumin seeds
- Framleiðandi: TRS Wholesale co.ltd, 5 Southbridgeway, The Green, Southall, Middlesex, UB2 4BY,
Bretland - Þyngd: 100 g
- Best fyrir dagsetning: 31.10.2022
- Framleiðsluland/Upprunaland: Indland
- Dreifing: Oriental Super Market (Dai Phat Trading inc ehf.), Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi