Frétt
Ólöglegt varnarefni í brauðstöngum
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Grissini sesam brauðstöngum. Varan inniheldur varnarefnið ethylene oxide sem ekki er leyfilegt að nota í matvælaframleiðslu. Krónan, sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Buon Pane
Vöruheiti: Grissini
Strikanúmer: 8005221101842
Nettó magn: 1kg
Best fyrir: 18.3.2021
Framleiðsluland: ítalía
Dreifingaraðili Krónan
Dreifing: Krónan Akrabraut, Krónan Fitum, Krónan Flatahrauni, Krónan Grafarholti, Krónan granda, Krónan Lindum, Krónan Mosfellsbæ, Krónan Norðurhellu, Krónan Selfossi, Krónan Vallarkór
Viðskiptavinum sem verslað hafa vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Nemendur & nemakeppni18 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum