Frétt
Ólöglegt varnarefni í brauðstöngum
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Grissini sesam brauðstöngum. Varan inniheldur varnarefnið ethylene oxide sem ekki er leyfilegt að nota í matvælaframleiðslu. Krónan, sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Buon Pane
Vöruheiti: Grissini
Strikanúmer: 8005221101842
Nettó magn: 1kg
Best fyrir: 18.3.2021
Framleiðsluland: ítalía
Dreifingaraðili Krónan
Dreifing: Krónan Akrabraut, Krónan Fitum, Krónan Flatahrauni, Krónan Grafarholti, Krónan granda, Krónan Lindum, Krónan Mosfellsbæ, Krónan Norðurhellu, Krónan Selfossi, Krónan Vallarkór
Viðskiptavinum sem verslað hafa vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar19 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






