Frétt
Ólöglegt bleikiefni í tveimur tegundum af hveiti
Matvælastofnun vill upplýsa neytendur um innköllun á tveimur tegundum af United flour hveiti frá Thailandi sem fyrirtækin Fiska.is og Dai Phat flytur inn vegna þess að það inniheldur ólöglegt aukefni benzólý peroxíð. Fyrirtækin hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness og Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur innkallað vöruna.
Tilkynningarnar bárust til Matvælastofnunar í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið.
Innköllunin á við allar dagsetningar og framleiðslulotur:
- Vörumerki: United flour
- Vöruheiti: Red Lotus hveiti 1 kg og Yellow Kilin hveiti 1 kg
- Framleiðandi: United Flour MillPublic Co. Ltd
- Innflytjandi: Fiska – Lagsmaður og Dai Phat supermarket
- Framleiðsluland: Thailand
- Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Dreifing: Fiska.is og Dai Phat
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana í verslunina og fá endurgreitt.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri






