Uppskriftir
Ódýrasti Michelin veitingastaður í heimi – Uppskriftir: Hong Kong kjúklingur og ljúffeng grillspjót
Við ferðumst til Singapúr í þessum pistli en endum í grænmetisgrilli á íslenskri útihátíð.
Svona hefst inngangur í uppskriftahorninu Matarkrókurinn í Bændablaðinu þar sem Bjarni Gunnar Kristinsson segir frá því þegar hann smakkaði rétt á ódýrasta Michelin veitingastað í heimi.
51 árs kokkur á matarbás í Singapúr hefur notið heimsathygli fyrir Hong Kong-stíl af sojasósukjúkling með núðlum eða hrísgrjónum. Þetta er ómetanleg uppskrift sem hann lærði í Hong Kong fyrir 35 árum og hefur skilað honum Michelin-stjörnu! Rétturinn samanstendur af hægsoðnu og mjúku kjúklingakjöti í laug af dökkri sojasósu, sem venjulega fylgir núðlum eða hrísgrjónum og chili sósu. Ég var í Singapúr á dögunum og fékk að smakka réttinn á ódýrasta Michelin- veitingastað í heimi.
Hér er eftirlíking af Michelin sojasósu-kjúklingaréttinum frá Singapúr.
Hong Kong-kjúklingur
Hráefni: (fyrir 5–6 manns)
10 kjúklingabitar, skolaðir og þurrkaðir með klút
1 msk. salt
4 rif hvítlaukur, marinn
8 sneiðar af ferskum engifer
6 vorlaukar
Fyrir soðvökva:
3/4 bolli ljós sojasósa
1/4 bolli dökk sojasósa
3 bollar vatn
3 msk. hrísgrjónavín eða edik
2 msk. sykur
Ögn af hvítum pipar
Aðferð
Fyrst skal bæta við matarolíu í heitan pott og hræra engifer, hvítlauk og vorlauk út í og elda á lágum hita þar til þetta er aðeins mjúkt. Nú getur þú bætt við sojasósu ásamt vatni. Leyfðu því að sjóða áður en þú setur sykur og hrísgrjónavín eða edik. Lækkið hitann og látið malla. Bætið kjúklingnum í og eldið í aðra 15–20 mínútur þar til að kjúklingurinn er fullsoðinn. Takið síðan kjúklinginn úr soðvökvanum.
Og þarna hefur þú það – ljúffengur einfaldur Michelin-réttur í Hong Kong-stíl! Berið fram með hvítum hrísgrjónum eða núðlum og bætið í chiliolíu til að krydda upp réttinn.
Grænmetis grillspjót
1 stk. rauð paprika
1 stk. gul paprika
1 súkkíni
180 g sveppir
2 rauðlaukur
1 ferskur rauður chili
1 sítróna
ólífuolía
2 greinar af fersku rósmarín
200 g kirsuberjatómatar
Aðferð:
Setjið 12 tréspjót í bakka af köldu vatni til að bleyta upp viðinn – þetta mun seinka því að þau brenni.
Skerið grænmetið til í 2 cm bita og setjið í stóra skál.
Skerið sveppina í helminga eða fjórðunga, allt eftir stærðinni, bætið í skálina.
Skrælið laukinn og bætið í skálina. Skerið chili og kryddjurtir. Fínt saxað og bætið í skálina. Notið fínt rifjárn og rífið af sítrónuberkinum til þess að krydda. Bætið kirsuberjatómötum við. Dreifið yfir 2 matskeiðum af ólífuolíu.
Blandið saman með hreinum höndum. Þræðið svo grænmetið upp á spjót.
Setjið á grillið á miklum hita og eldið í um það bil 8 mínútur, eða þar til eldað er í gegnum.
Snúið á 2 mínútna fresti til að brúna á öllum hliðum – það gæti þurft að gera þetta í skömmtum.
Berið fram með salati og hrísgrjónum eða brauði.
Uppskriftir þessar voru birtar í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
Myndir: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður