Vertu memm

Markaðurinn

Óðals Havarti og Óðals Tindur loksins í sneiðum

Birting:

þann

Sala er hafin á nýjum Óðals Havarti og Óðals Tind í sneiðum. Osturinn er í hæsta gæðaflokki. Umbúðirnar vekja athygli og þær endurspegla það andrúmsloft sem við viljum tengja við ostinn: Úr fórum meistarans.

Hingað til að hafa eingöngu tvær tegundir verið til í sneiðaformi en nú eru fáanlegar í sneiðum tvær vinsælustu tegundirnar, Tindur og Havarti.

Mjög skemmtilegt er að nota ostinn í alls kyns sælkera samlokur, súrdeigsbrauð og í brunchinn.

Hin fullkomna brunch samloka „Croque madame“

Havarti osturinn dásamlega góður á brauðsneið eins og þessari með avókadó og hleyptu eggi.

Hér er allt sem þú þarft:

  • Óðals Havarti í sneiðum
  • Súrdeigsbrauð
  • Avókadó í sneiðum
  • Klettasalat
  • Mulið beikon
  • Hleypt egg
  • Salt og pipar

Aðferð:

  • Steikið beikon þar til stökkt og leggið á pappír til að ná fitunni úr, myljið niður og leggið til hliðar.
  • Skerið avókadó í sneiðar og takið til klettasalat.
  • Útbúið hleypt egg og leggið til hliðar á pappír.
  • Steikið brauðsneið upp úr smjöri og raðið álegginu síðan á hana í eftirfarandi röð: Ostur, klettasalat, avókadó, hleypt egg, mulið beikon, salt og pipar.

Njótið vel!

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið