Markaðurinn
Óðals Havarti og Óðals Tindur loksins í sneiðum
Sala er hafin á nýjum Óðals Havarti og Óðals Tind í sneiðum. Osturinn er í hæsta gæðaflokki. Umbúðirnar vekja athygli og þær endurspegla það andrúmsloft sem við viljum tengja við ostinn: Úr fórum meistarans.
Hingað til að hafa eingöngu tvær tegundir verið til í sneiðaformi en nú eru fáanlegar í sneiðum tvær vinsælustu tegundirnar, Tindur og Havarti.
Mjög skemmtilegt er að nota ostinn í alls kyns sælkera samlokur, súrdeigsbrauð og í brunchinn.
Hin fullkomna brunch samloka „Croque madame“
Havarti osturinn dásamlega góður á brauðsneið eins og þessari með avókadó og hleyptu eggi.
Hér er allt sem þú þarft:
- Óðals Havarti í sneiðum
- Súrdeigsbrauð
- Avókadó í sneiðum
- Klettasalat
- Mulið beikon
- Hleypt egg
- Salt og pipar
Aðferð:
- Steikið beikon þar til stökkt og leggið á pappír til að ná fitunni úr, myljið niður og leggið til hliðar.
- Skerið avókadó í sneiðar og takið til klettasalat.
- Útbúið hleypt egg og leggið til hliðar á pappír.
- Steikið brauðsneið upp úr smjöri og raðið álegginu síðan á hana í eftirfarandi röð: Ostur, klettasalat, avókadó, hleypt egg, mulið beikon, salt og pipar.
Njótið vel!
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati