Markaðurinn
Nýtt og spennandi Ísey skyr með tiramisú-bragði
Nú er komin á markað ný og spennandi sérútgáfa af Ísey skyri sem verður aðeins á markaði í takmarkaðan tíma. Þriðja og nýjasta sérútgáfan af Ísey skyri er að þessu sinni með tiramisú-bragði og er þetta í fyrsta sinn sem MS setur á slíka vöru á markað.
Dulúðlegt landslag Landmannalauga prýðir nýju tiramisú-dósina og óhætt að segja að útlitið veki forvitni sem smellpassar einmitt við nýtt og forvitnilegt bragð.
„Sérútgáfurnar okkar hafa vakið mikla athygli síðustu misseri enda höfum við verið óhrædd við að setja á markað nýjar og spennandi bragðtegundir. Fyrsta sérútgáfan var með jarðarberjum og hvítu súkkulaði sem nú er komin í hefðbundnar Ísey skyr umbúðir og komið til að vera í hillum verslana.
Það verður spennandi að fylgjast með viðtökum við nýja tiramisú-skyrinu og hver veit nema það verði lengur á markaði en plön gera ráð fyrir,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri ferskvara hjá Mjólkursamsölunni.
Nýtt Ísey skyr með tiramisú-bragði er líkt og aðrar Ísey skyr bragðtegundir próteinríkt, fitulítið, kolvetnaskert og einstaklega bragðgott.
Sjá nánari upplýsingar á www.iseyskyr.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði