Markaðurinn
Nýtt og endurbætt LGG+
Í tilefni þess að um 25 ár eru síðan LGG+ kom á markað höfum við nú endurbætt vöruna og gert hana laktósalausa. Í leiðinni gáfum við umbúðunum nýtt og ferskt útlit. LGG+ fæst eins og áður í þremur bragðtegundum: með jarðarberjum, mildu vanillubragði og með epla- og perubragði og inniheldur hver 65 ml flaska yfir 1 milljarð af LGG góðgerlum auk a- og b-gerla, heilsutrefja (ólígófrúktósa) og annarra heilnæmra mjólkursýrugerla í fitulausri mjólk.
Samsetning LGG+ er með þeim hætti að samverkandi heildaráhrif gerla og náttúrulegra efna gefa hámarks árangur sé þess neytt reglubundið og getur dagleg neysla bætt meltinguna og komið jafnvægi á hana, styrkt ónæmiskerfið og veitt mikið mótstöðuafl gegn kvefi og flensu. Örlítil breyting hefur orðið á bragði þar sem dregið hefur verið úr sykri í vörunni en þar sem varan er orðin laktósalaus kemur hún enn stærri hóp að gagni en áður.
LGG+ hentar fólki á öllum aldri, börnum jafnt sem fullorðnum og með litlum dagskammt af LGG+ styrkjum við mótstöðuafl líkamans og örvum vöxt heilnæmra gerla í meltingarveginum.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025