Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt glæsihótel á Laugaveginum

Nýtt hótel á Laugavegi 34a og 36.
Monte Carlo var á jarðhæð Laugavegar 34a og verslun Guðsteins Eyjólfssonar var á Laugavegi 34.
Framkvæmdir er í fullum gangi á nýju 60 herbergja hóteli á Laugavegi 34a og 36, en áætlað er að opna hótelið á næsta ári. Mikið er lagt í að hótelið verði hið glæsilegasta enda á að markaðsetja það fyrir vandláta viðskiptavini, en áætlaður kostnaður er ríflega 800 milljónir.
Á baklóð húsanna mun rísa tvær jafnháar byggingar og til að rýma fyrir þeim verður m.a. timburhús flutt til vesturs og komið fyrir á Grettisgötu á lóð þar sem nú er bílastæði.
Glæsihótel við Laugaveg fær ekki kjallara
Í frétt á Ruv.is segir að meirihlutinn í umhverfis-og skipulagsráði ásamt fulltrúa Framsóknar og flugvallaravina sameinaðist í andstöðu við kjallara sem forsvarsmenn hótelsins vildu fá að grafa fyrir. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins 1. apríl s.l.
Eigendur hótelsins telja sig þó geta gert betur í að auka við lúxusinn. Því í bréfi til skipulagsráðs Reykjavíkur óska þeir eftir leyfi til að grafa fyrir kjallara, því að það vanti aukið stoðrými fyrir ýmiskonar þjónustu sem verði að vera til staðar til að hægt sé að bjóða upp á fjögurra stjörnu hótel, þ.e. æfingaaðstöðu fyrir hótel gesti og setustofu sem er ekki pláss fyrir í núverandi fyrirkomulagi.
Verðandi hóteleigendur benda enn fremur á í umsókn sinni að Sandholts-bakarí gæti notið góðs af þessum kjallara – verulega sé farið að þrengja að því enda hafi vinsældir þess aukist jafnt og þétt undanfarin misser og ár.
„Vantar þeim verulega rými fyrir aðföng til að geta stækkað veitingaplássið og þjónað þannig gestum og gangandi betur en mögulegt er í dag.“, að því er fram kemur á ruv.is.
Umhverfis- og skipulagsráð féllst ekki á þessa hugmynd þar sem fulltrúar meirihlutans og Framsóknar og flugvallavina voru sameinaðir í andstöðu sinni. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Málinu var vísað til borgarráðs.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





