Markaðurinn
Nýtt frá MS – hreint Ísey skyr í 1 kg pakkningu
Nú er hreint Ísey skyr fáanlegt í 1 kg umbúðum. Þessar nýju umbúðir eru að sjálfsögðu endurlokanlegar og einstaklega handhægar fyrir stórnotendur og alla unnendur skyrsins. Hreint Ísey skyr passar vel í holla hristinginn, með berjum út á, í köldu sósuna eða bara eins og þér líkar best.
Verð: 390,-kr
Nú fæst grísk jógúrt frá Gott í matinn í 1 kg pakkningu
Mjólkursamsalan hefur nú hafið sölu á grískri jógúrt í Gott í matinn vörulínunni í 1 kg pakkningum. Varan kemur í endurlokanlegum fötum með handfangi og henta þessar nýju umbúðir fullkomlega fyrir stór heimili, veitingastaði, mötuneyti og alla aðdáendur grísku jógúrtarinnar. Við mælum með að þú setjir gríska jógúrt í skál og prófir þig áfram með alls kyns meðlæti eins og ferskum berjum, hnetum, chia fræjum og ávöxtum.
Verð: 549,-kr

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum