Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nýr yfirkokkur á Fiskideginum mikla | Hátíðin haldin dagana 7. til 9. ágúst 2015 á Dalvík

Birting:

þann

Fiskidagurinn mikli

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er nú haldinn í 15. sinn Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtun á hátíðarsvæðinu ókeypis.

Vináttukeðjan 2015 – Syngjum saman

Vináttukeðjan er um einnar klukkustundar löng dagskrá. Vináttukeðjuræðuna 2015 flytur Helga Mattína Björnsdóttir, leikskólabörnin syngja og í tilefni af 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla mun Matti Matt og hans kirkjubrekkusöngslið stjórna “syngjum saman stemningu” .Friðrik Ómar, Gyða Jóhannesdóttir og karlaraddir úr Dalvíkurbyggð ljúka dagskránni að venju með “Mömmu” laginu. Börnin fá vináttufána, knúskorti og vináttuböndum verður dreift, flugeldum skotið upp. Að venju verður risaknús til þess að leggja vináttu og náungakærleikslínur fyrir helgina.

Fiskidagurinn mikli

Fiskisúpukvöldið haldið í ellefta sinn

Fiskisúpukvöldið er nú haldið í ellefta sinn, þetta er viðburður sem hefur svo sannarlega slegið í gegn og samtals hafa ríflega 220.000 gestir ritað nöfn sín í gestabækur á súpukvöldi frá upphafi. Súpukvöldið hefst að vanda kl. 20:15 og þar bjóða íbúar gestum og gangandi heim í fiskisúpu og að njóta einlægrar gestrisni.

Fiskidagurinn mikli sjálfur

Á sjálfum Fiskideginum mikla, laugardeginum 8. ágúst milli kl. 11:00 og 17:00 verður að vanda margt í boði. Stundvíslega kl. 11:00, opna allar matarstöðvar og dagskráin hefst. Varðskipið Þór verður sérstakur heiðursgestur af hafi, og verður til sýnis við bryggjuna.

Nýr yfirkokkur – Nýr matseðill

Friðrik Valur Karlsson

Friðrik V. Karlsson.
Mynd: úr safni

Matseðill Fiskidagsins í ár er áhugaverður. Þar má að sjáfsögðu finna gamla og góða rétti þar má nefna ljúffenga síld og rúgbrauð , harðfisk og fiskborgarana góðu þar sem að verulega öflug grillsveit grillar í ár en nú sameinast árgangur 1966 sem hefur staðið vaktina í á 13 ár árgangi 1965 sem þýðir einfaldlega enn meiri gleði. Nýtt á matseðlinum verður „alvöru” Fish and chips með ediksósu, það verða nýjar sósur og kryddlöndur á öllum fisknum sem verður grillaður, nýtt rækjuslat með sweet chilli og grænmeti. NINGS mætir með risasúpupottinn þar sem að boðið verður uppá austurlenska rækju og bleikjusúpu, Grímur Kokkur kemur frá Eyjum með spariplokkfiskinn góða og indversk grænmetisbuff með jógúrtsósu og döðlumauki. Ingvar Páll Jóhannsson stýrir sasimistöðinni ásamt Adda Yellow. Og til að setja punktinn yfir iið býður kaffibrennslan upp á sjóðandi heitt Rúbín kaffi.

Í ár tekur nýr kokkur við sem yfirkokkur Fiskidagsins mikla en það er ástríðukokkurinn Friðrik V. Hann og Úlfar Eysteinsson munnu vinna saman að þessu skemmtilega verkefni í ár. Úlfar er búinn að vera yfirkokkur Fiskidagsins mikla í 15 ár eða frá upphafi. Úlfar hlakkar til að koma sem gestur á Fiskidaginn mikla um ókomna framtíð.

Friðrik V. þekkir Fiskidaginn mikla vel og hefur hann og fjölskylda hans lagt Fiskideginum mikla lið í mörg ár.

Barnadagskrá

Að venju er vel hugsað um börnin já eða fjölskylduna alla á Fiskidaginn mikla. Meðal dagskrárliða sem eru sérstaklega hugsaðir fyrir börn eru: brúðubíllinn í boði KEA, Íþróttaálfurinn, Siggi sæti, Solla stirða og Söngvaborg í boði Samherja, Leikhópurinn Lotta með Litlu Gulu hænuna, teikniveröld, kúlufótboltaspilið í boði Vífilfells og fleira og fleira. Gaman að segja frá því að Söngvaborg heldur uppá 15 ára afmælið sitt líkt og Fiskidagurinn mikli.

Samherji og Fiskidagurinn bjóða börnum að skapa nýja fiskiveröld

Náttúran hefur skapað marga fiskana og í hafinu leynast þúsundir tegunda. Samherji veiðir t.d. um 50 þeirra. Á Fiskidaginn mikla milli kl 11.00 og 17.00 í salthúsinu verður börnum boðið að skapa og nota hugmyndaflugið til að búa til enn fleiri fiska. Börn á öllum aldri eru hvött til að teikna fisk, gefa honum nafn og hengja hann upp og allir sem skila mynd fá Prins póló. Þegar líður á daginn verður orðinn til mögnuð fiskasýning sem stækkar sífellt. Samherji, Fiskidagurinn mili og börnin bjóða alla velkomna á sýningu í nýja fiskiveröld sem fer ört stækkandi er líður á daginn.

Nýr öflugur aðili í hóp góðra aðalstyrktaraðila

Í ár hefur Fiskidagurinn Mikli fengið til liðs við sig í hóp aðalstyrktaraðila hátíðarinnar heildverslun Ásbjörns Ólafssonar. Allt meðlæti, olíur, sósur, grænmeti og fleira verður í boði þeirra. Hlutverk og stefna Ásbjörns Ólafssonar ehf. er að bjóða íslenskum markaði úrvals vörur og gæta þess að sérhvert vörumerki sem félagið hefur umboð fyrir njóti sterkrar stöðu hjá neytendum. Það er meðal annars gert með því að að þjónusta viðskiptavini á besta mögulegan hátt með góðum vörum og góðri, persónulegri þjónustu.Enda eru gildir Ásbjörns Ólafssonar ehf. Traust — Fagmennska — Gleði — Árangur

Sjómannskólinn – Gagnvirkt námsefni fyrir framhaldsskólanum sjálfbærar fiskveiðar

Á Fiskidaginn mikla verða frumsýnd verða fræðslumyndbönd eftir Árna Gunnarsson um veiðar á Íslandsmiðum og fiskvinnslu Það er kvikmyndafélagið Skotta frá Sauðárkróki sem fékk styrk úr rannsóknarsjóði Síldarútvegsins. Verkefnið er unnið í samstarfi við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og Fisk Seafood.

Kvöldtónleikar og FLUGELDASÝNING í boði Samherja

Það ætti enginn að missa af stórtónleikunum á 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla. Þessi MIKLI viðburður er samvinnuverkefni Samherja, RIGG viðburðafyrirtækis Friðriks Ómars, Fiskidagsins Mikla, ,Exton og fl. Á fimmta tug tæknimanna, söngvara og hljóðfæraleikara taka þátt í þesari stór sýningu sem er að öllum líkindum ein sú stærsta og viðamesta sem hefur verið sett upp á Íslandi. Meðal þeirra sem koma fram eru heimamennirnir Friðrik Ómar, Matti Matt og Eyþór Ingi Gunnlaugsson og gríðar sterkur hópur með þeim Regina Ósk, Stefán Jakobsson, Stefanía Svavarsdóttir, Hera Björk, Bryndís Ásmundsdóttir, Sigga Beinteins, Jógvan Hansen, Ingó Geirdal, Margrét Eir, danshópur undir stjórn Yesmine Olsen og 11 manna stórhljómveit skipuð landsliði hljóðfæraleikara. Meðal þess sem verður á dagskránni eru Vilhjálmur Vilhjálmsson, Tina Turner, AC/DC, Tom Jones, Elton John, Deep Purple, Billi Joel og fleira og fleira. Dagskráin endar síðan með risaflugeldasýningu sem að snillingarnir í björgunarsveitinni á Dalvík sjá um.

Fiskidagurinn mikli

Einn sjaldgæfasti fiskur veraldar – Stórtíðindi

Einn af fiskunum sem verður til sýnis á Fiskasýningunn góðu á Fiskidaginn mikla er einn af sjaldgæfustu fiskum veraldar. Um er að ræða Kragaháf (Frilled Shark) sem menn töldu þar til fyrir fáum árum að væri útdauður. Þá fannst einn við strendur Japans. Nú dúkkar einn upp hérna á norðurhjara. Þessi fiskur er afar forn og hefur verið til í meira en 90 milljón ár. Það ætti enginn að láta þetta einstaka tækifæri fram hjá sér fara að sjá þennan ævagamla íbúa hinna myrku undirdjúpa. Það er Skarphéðinn Ásbjörnsson áhugamaður um fiska og veiðimaður mikill sem hefur staðið fyrir fiskasýningunni á Fiskidaginn mikla frá upphafi í samstarfi við góða aðila. Fiskarnir eru sýndir á ís og er um að ræða um 200 tegundir, að venju verður hákarlinn skorinn kl. 15:00 þann 8. ágúst og er stjórn þeirrar athafnar í höndum feðganna Reimars Þorleifssonar og Gunnar Reimarssonar.

7 metra hvalalistaverk – Teiknað í 63 A2 einingum

Martin er Svissneksur listamaður sem dvelur á Dalvík í 6 mánuði. Hann sýnir í Salthúsinu listaverk sitt af hval milli kl 11 og 17 á Fiskidaginn mikla.

“Í fyrstu datt mér í hug að vinna verkið þannig að hvalurinn virkaði líka þungur, með svörtum lit, kolum eða einhverju slíku. Þá fór ég að fylgjast með fjögurra ára dóttur minni teikna með vaxlitum í mörgum litum. Hún gerði það á kraftmikinn en þó leikandi hátt og með sama innsæinu og við höfum öll teiknað þegar við sjálf vorum börn, en svo gleymdum við tækninni og skiptum henni út fyrir fágaðri tækni” – Heildarstærð verksins 6,53m x 3,78m en lengd hvalsins er 7,54m. Kærar þakkir til allra þeirra gesta sem koma til að sjá teikninguna!

18 ára og yngri mega ekki tjalda nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum. Það eru ekki viðmið heldur lög.

Það er von aðstandenda Fiskidagsins mikla að allir skemmti sér vel, njóti matarins og þeirra atriða sem í boði eru. Sérstaklega vonumst við til þess að allir eigi góðar og ljúfar stundir með fjölskyldunni og vinum. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem hvorki er pláss fyrir dóp né drykkjulæti og leggja aðstandendur mikla áherslu á að íbúar eða gestir hafi ekki áfengi um hönd á auglýstum dagskrárliðum Fiskidagsins mikla. Frá upphafi höfum við haft frábæra gesti sem hafa gengið einstaklega vel um og fyrir það viljum við þakka sérstaklega.

Matseðilinn, dagskrá, aðrar almennar upplýsingar og fréttir má skoða á heimasíðu fiskidagsins á vefslóðinni: www.fiskidagurinnmikli.is.

Ljósmyndir: HSH

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið