Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Frakkastíg
Hrefna Björk Sverrisdóttir opnaði nýverið glæsilegan veitingastað á besta stað í bænum. Staðurinn er einstaklega vel heppnaður enda var mikið lagt í innanhússhönnunina og alla stemmningu. Matseðillinn er þá ekki síðri en sjálfur staðurinn en á honum er íslensku og fersku hráefni gert hátt undir höfði.
„Mig og meðeiganda minn, yfirkokkinn Þorkel Andrésson, langaði til að taka bestu hráefni sem Ísland hefur upp á að bjóða og setja fram á spennandi hátt. Íslensk náttúra er ótrúlega hrein og hráefnið gott enda eru í kringum okkur margir bændur og ræktendur að gera frábæra hluti,“
segir Hrefna í samtali við mbl.is um nýja staðinn sinn, ROK sem er á Frakkastíg 26a.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á mbl.is með því að smella hér.
Myndir: facebook / ROK restaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni














