Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Grósku
Nýr veitingastaður opnar nú í vikunni í Grósku, en veitingastaðurinn er staðsettur í suðurenda Grósku þar sem rekin var mathöllin Vera í rúmt ár.
Staðurinn hefur fengið nafnið EIRIKSDOTTIR Gróska og eigendur eru þeir sömu og EIRIKSSON Brasserie, Laugavegi 77.
Þar í framlínu eru veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni, auk þeirra eru Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir eigendur staðarins.
Á nýja staðnum er Guðmundur Ragnarsson með þeim í liði sem er þekktastur undir nafninu “Gummi í Laugaás”
Útlit staðarins verður í sama stíl og EIRIKSSON Brasserie sem var hannað af ítalska hönnunarfyrirtækinu Design group Italia.
EIRIKSDOTTIR er hádegisstaður þar sem boðið er upp á heitan mat á virkum dögum frá 11:30-14:00 og val er á milli nokkurra rétta sem breytast reglulega.
Einnig verður hægt að taka með sér salöt, samlokur og fleiri rétti úr kæli fyrir þá sem hafa minni tíma.
Glæsilegur bar verður á staðnum sem hægt er að fá sér drykki og létta rétti fram eftir degi.
Á kvöldin og um helgar er möguleiki á að bóka veislur en það komast allt að 200 manns í sæti og mun fleiri í standandi veislur.
Myndir: aðsendar

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt1 dagur síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun
-
Keppni1 dagur síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði