Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Skólavörðustíg
Ostabúðin restaurant er ein viðbótin í flóru veitingastaða í 101 Reykjavík, en hann er staðsettur við hliðina á Ostabúðinni við Skólavörðustíg 8 og eigandi beggja staða er Jóhann Jónsson matreiðslumaður.
Ostabúðin restaurant tekur 50 manns í sæti og eru framkvæmdir í fullum gangi.
Opnum veitingahús inni í sælkeraversluninni okkar og verður búðin opin samhliða til kl 21:00 öll kvöld. Leggjum áherslu á að nota hráefni úr sælkeraversluninni okkar en munum að sjálfsögðu bjóða áfram upp á fisk dagsins í hádegi sem og létta rétti sem hafa verið í boði undanfarin ár.
Klukkan 17:00 bætist við léttur kvöldverðarseðill með forréttum og aðalréttum á þægilegu verði,
sagði Kristján Edilon framreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is.
Framreiðslumenn staðarins eru Kristján Edilon, Þórður „Doddi“ Viðar Gunnarsson og Sigurður „Súddi“Sigurðarson og matreiðslumenn eru Óli Már Erlingsson, Pálmi Gunnlaugur Hjaltason, Ásmundur Tómas Harðarson.
Ostabúðin restaurant er framlenging á því sem Ostabúðin er búin að bjóða upp á undanfarin ár og eldhúsið verður opið eins og áður segir frá hádegi til kl 21:00 alla daga vikunnar.
Opnar þegar verkfallið hjá lögfræðingum sýslumanns er lokið,
sagði Kristján að lokum, aðspurður um hvenær opnar.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“