Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr skandinavískur veitingastaður á Spáni – Einar býður upp á skandinavískan mat í bland við spænskan

Birting:

þann

Los Nordicos

Los Nordicos

Veitingastaðurinn Los Nordicos opnaði í febrúar s.l., en staðurinn er staðsettur borginni Elche sem er um 25 km frá Alicante á Spáni.

Los Nordicos er stór veitingastaður og er í 650 m2 húsnæði með 2 veitingasali sem hægt er að loka á milli og hafa alveg aðskilið með sér inngang.

Los Nordicos

Veislusalur

Eigandi Los Nordicos er Einar Kristinn Þorsteinsson en hann hefur búið í Elche síðan 2016 og á árunum 2003 til 2008 var hann búsettur í Barcelona. Einar hefur ávallt haft ástríðu fyrir því að kynna land og þjóð með mat og menningu.

Los Nordicos

Veitingastaðurinn Los Nordicos

Los Nordicos - Einar Kristinn Þorsteinsson

Einar Kristinn Þorsteinsson

„Þetta hafði verið hugmynd frá 2017 að opna veitingastað sem væri hægt að bjóða upp á veislur og aðra þjónustu, ásamt því að vera með skandinavískan mat í bland við spænskan. Datt svo niður á þennan sem hentar vel fyrir þessa hugmynd.“

Sagði Einar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um ástæðuna að opna veitingastað í Elche.

Los Nordicos

Fyrir mynd.
Staðurinn var lokaður í 8 ár.

Los Nordicos

Eftir mynd.
Einar fór í miklar framkvæmdir og í dag lítur staðurinn virkilega vel út.

Staðurinn er með skandinavískan þema, með myndum og öðrum munum þaðan, í bland við spænskt. Staðurinn hafði verið lokaður í 8 ár en fyrir þann tíma var hann þekktur á svæðinu fyrir veisluhöld og að vera með „menu del dia“. Staðurinn er í alfarleið og eru bílastæði fyrir um 40 bíla.

Los Nordicos matseðill

Los Nordicos hentar mjög vel fyrir veislur og tekur 350 manns í sæti sem, tilvalið ef íslendingar hafa hug á að setja upp stórar veislur á þessu svæði.

„Við vorum með þorrablót í mars byrjun og voru 260 gestir og það heppnaðist mjög vel í alla staði.“

Segir Einar.

Los Nordicos

Frá Þorrablótinu í mar s.l.

Los Nordicos býður að sjálfsögðu upp á íslensku kjötsúpuna, fisk í raspi, lambalærissneiðar í raspi, reyktan lax og svo skyrköku í eftirrétt.

Aðrir réttir frá Skandinavíu eru fiskréttir, kjötbollur og lambaskankar svo fátt eitt sé nefnt. Með þessum réttum eru bornar fram sósur, svipað og er gert í Skandinaviu sem er ekki algengt á Spáni.

Facebook Los Nordicos hér.

Myndir: facebook / Los Nordicos

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið