Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr skandinavískur veitingastaður á Spáni – Einar býður upp á skandinavískan mat í bland við spænskan
Veitingastaðurinn Los Nordicos opnaði í febrúar s.l., en staðurinn er staðsettur borginni Elche sem er um 25 km frá Alicante á Spáni.
Los Nordicos er stór veitingastaður og er í 650 m2 húsnæði með 2 veitingasali sem hægt er að loka á milli og hafa alveg aðskilið með sér inngang.
Eigandi Los Nordicos er Einar Kristinn Þorsteinsson en hann hefur búið í Elche síðan 2016 og á árunum 2003 til 2008 var hann búsettur í Barcelona. Einar hefur ávallt haft ástríðu fyrir því að kynna land og þjóð með mat og menningu.
„Þetta hafði verið hugmynd frá 2017 að opna veitingastað sem væri hægt að bjóða upp á veislur og aðra þjónustu, ásamt því að vera með skandinavískan mat í bland við spænskan. Datt svo niður á þennan sem hentar vel fyrir þessa hugmynd.“
Sagði Einar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um ástæðuna að opna veitingastað í Elche.
Staðurinn er með skandinavískan þema, með myndum og öðrum munum þaðan, í bland við spænskt. Staðurinn hafði verið lokaður í 8 ár en fyrir þann tíma var hann þekktur á svæðinu fyrir veisluhöld og að vera með „menu del dia“. Staðurinn er í alfarleið og eru bílastæði fyrir um 40 bíla.
Los Nordicos matseðill
Los Nordicos hentar mjög vel fyrir veislur og tekur 350 manns í sæti sem, tilvalið ef íslendingar hafa hug á að setja upp stórar veislur á þessu svæði.
„Við vorum með þorrablót í mars byrjun og voru 260 gestir og það heppnaðist mjög vel í alla staði.“
Segir Einar.
Los Nordicos býður að sjálfsögðu upp á íslensku kjötsúpuna, fisk í raspi, lambalærissneiðar í raspi, reyktan lax og svo skyrköku í eftirrétt.
Aðrir réttir frá Skandinavíu eru fiskréttir, kjötbollur og lambaskankar svo fátt eitt sé nefnt. Með þessum réttum eru bornar fram sósur, svipað og er gert í Skandinaviu sem er ekki algengt á Spáni.
Myndir: facebook / Los Nordicos
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum