Kristinn Frímann Jakobsson
Nýr rekstraraðili á kaffihúsinu í Lystigarðinum á Akureyri
Tilboð í rekstur Café Bjarkar í Lystigarðinum voru opnuð á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar í síðustu viku. Tveir sýndu áhuga á rekstrinum og var tilboð Bláu könnunnar ehf. fyrir hönd óstofnaðs félags metið hagstæðara. Því verður gengið til samninga við Bláu könnuna á grundvelli þess, að því er fram kemur á akureyri.is.
Fasteignir Akureyrarbæjar óskuðu eftir tilboðum í rekstur kaffihúss í Lystigarðinum í byrjun mars. Útboðinu var skipt þannig að bjóðendur sendur inn greinargerð um rekstur sem dómnefnd fór yfir og mat. Í dómnefnd sátu Halla Björk Reynisdóttir frá stjórn Akureyrarstofu, Sigfús Karlsson og Silja Dögg Baldursdóttir frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar, Guðni Helgason framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Matthildu Ása Hauksdóttir frá Lystigarðinum. Mat dómnefndar var síðan notað í samanburði á tilboðum í leiguverð á fermetra fyrir kaffihúsið.
Kaffihúsið í Lystigarðinum var opnað í júní 2012 á 100 ára afmæli garðsins og 150 ára afmæli kaupstaðarins. Húsið rúmar 65 manns í sæti og er á fallegum stað í suðvesturhluta garðsins. Arkitektastofan Kollgáta hlaut Menningarverðlaun DV fyrir arkitektúr hússins í mars 2013, það var tilnefnt til af Arkitektafélagi Íslands til Evrópusambandsverðlauna í samtímabyggingarlist 2013 sem kennd eru við Mies van der Rohe og birtist nýverið í frímerkjaröð Póstsins um íslenska samtímahönnun.
Lystigarðurinn á Akureyri var opnaður árið 1912 og var fyrsti almenningsgarðurinn á Íslandi.
Meðfylgjandi myndband er af Cafe Björk sem opnaði 9. júní 2012 í Lystigarðinum á Akureyri:
Greint frá á akureyri.is.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn