Markaðurinn
Nýr og spennandi kryddostur með Camembert sem smellpassar í sósuna
Nýjasti osturinn frá MS er kryddostur með Camembert sem kemur skemmtilega á óvart. Ólíkt hefðbundnum Camembert ostum bakast hann og bráðnar einstaklega vel og hentar því sérstaklega vel í matargerð af ýmsu tagi.
Ostinn er upplagt að rífa og nota til að bragðbæta sósur, hann bráðnar vel og smellpassar á pizzur og fjölbreytta ofnrétti, svo má skera hann í teninga og baka í ofni með hnetum og sírópi. Þá er ótalin sú staðreynd að osturinn smakkast dásamlega einn sér og nýtur sín vel niðursneiddur ofan á brauð og kex.
Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum MS en til gamans fylgir hér uppskrift að sósu sem smellpassar með grillmatnum.
Camembert sveppasósa sem smellpassar með grillmatnum
1 ½ Kryddostur með Camembert
200 g sveppir
30 g smjör
2 hvítlauksrif
500 ml rjómi
1 msk. nautakraftur
2 tsk. rifsberjasulta
Salt og pipar
1. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri þar til þeir mýkjast. Rífið hvítlaukinn saman við í lokin og kryddið eftir smekk með salti og pipar.
2. Rífið næst Camembert ostinn niður og hellið rjómanum saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
3. Bætið þá krafti og sultu saman við og leyfið að malla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en sósan er borin fram.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði