Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr kafli hefst í sögu Hótel Borgar | Nýtt og sérhannað eldhús
Nýr kafli hefst í sögu Hótel Borgar þegar tekin verður í notkun glæsileg viðbygging með 43 herbergjum í Art Decostíl, ásamt heilsulind og líkamsræktarstöð. Á Borg Restaurant matreiða meistarakokkar í nýju og sérhönnuðu eldhúsi, undirbúa fundi og hátíðlegar veislur í Gyllta salnum og bjóða gesti velkomna í Karolínustofu Hótel Borg, ein af perlum Guðjóns Samúelssonar sem sett hefur svip sinn á Reykjavík í 85 ár, stendur á tímamótum.
Frá ársbyrjun 2014 hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við stækkun hótelsins og endurbætur á veislusölum, eldhúsi og gestamóttöku. Nú sér loks fyrir endann á því verki og innan skamms verður tekin í notkun glæsileg viðbygging með 43 nýjum herbergum, ásamt líkamsræktarstöð og heilsulind á jarðhæð.
Breytingarnar eru ákaflega vel heppnaðar, lögð var höfuðáhersla á að halda í söguna og varðveita sálina í húsinu og það hefur tekist með eindæmum vel,
segir Ólafur Þorgeirsson hótelstjóri í samtali við mbl.is, en nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Mynd: af facebook síðu Hótel Borgar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala