Hinrik Carl Ellertsson
Nýir veitingastaðir í Leifsstöð | Joe & The Juice, íslenskur bar með íslenskar veigar og kaffihúsið Segafredo
Sex nýjar verslanir og veitingastaðir munu bætast við í Leifsstöð á næstunni, átta munu halda áfram og þrjár verslanir og þrír veitingastaðir munu hætta í flugstöðinni.
Í byrjun mánaðarins lauk kynningu á vali á þeim fyrirtækjum sem hafa fengið úthlutað pláss í Flugstöð Leifs Eiríksstonar en Isavia kynnti verslunar- og veitingarýmin á Hotel Reykjavík Natura. Alltumflug.is greinir frá.
Við valið voru margir þættir metnir, svo sem þjónusta, vöruframboð, ýmsir fjárhags- og rekstrarþættir auk áherslu á tengingu við Ísland en breytingarnar munu auka úrval og framboð vöru og veitinga í flugstöðinni og skila flugvellinum auknum leigutekjum.
Aukið vöruúrval í verslunum og veitingastöðum
Fjöldi metnaðarfullra tillagna barst, bæði frá aðilum sem eru nú með rekstur í flugstöðinni og öðrum. Sex verslanir og einn veitingastaður voru valin til að halda áfram rekstri en við bætast tvær nýjar verslanir og fjórir veitingastaðir en breytingarnar munu auka vöruúrval í flugstöðinni til muna
Veitingarekstur verður í höndum Joe Ísland, sem mun opna Joe and the Juice samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardère Services, sem munu halda áfram rekstri veitingarstaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.
Minni breytingar verða á verslunarrekstri í flugstöðinni. Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi.
Við bætast verslun með tískufatnað þar sem boðið verður upp á þekkt erlend vörumerki ásamt íslenskri hönnun, rekin af Airport Retail Group, og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardère Services.
Listinn í heild sinni
Nýjar verslanir og veitingastaðir eru:
- Joe & The Juice
- Segafredo
- Íslenskur Bar – (ekki enn komið nafn á)
- Sjálfsafgreiðsla
- Airport Fashion
- Sælkeraverslun – (ekki enn komið nafn á)
Verslanir og veitingastaðir sem halda áfram:
- 66°N
- Blue Lagoon
- Elko
- Eymundsson
- Rammagerðin
- Nord
- Optical Studio
- Dute Free
Þessi fyrirtæki verða ekki áfram í Leifsstöð:
- Duty Free Fashion
- Inspired by Iceland
- Kaffitár
- Panorama Bar
- Epal
- IGS Bistró
71 tillaga barst
Samtals barst 71 tillaga og voru margar þeirra mjög vel unnar og metnaðarfullar en eftir ítarlegt valferli þar sem tekið var tillit til fjölda þátta urðu 13 tillögur fyrir valinu. Alltumflug.is greinir frá.
Meirihluti þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir valinu eru íslensk en auk þeirra eru tvö alþjóðleg fyrirtæki með mikla reynslu af rekstri á alþjóðlegum flugvöllum.
Myndir: isavia.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla