Vertu memm

Hinrik Carl Ellertsson

Nýir veitingastaðir í Leifsstöð | Joe & The Juice, íslenskur bar með íslenskar veigar og kaffihúsið Segafredo

Birting:

þann

Horft á inngang að verslunum (hönnunardrög). Efnisval mun endurspegla íslenskt landslag.

Horft á inngang að verslunum (hönnunardrög). Efnisval mun endurspegla íslenskt landslag.

Sex nýjar verslanir og veitingastaðir munu bætast við í Leifsstöð á næstunni, átta munu halda áfram og þrjár verslanir og þrír veitingastaðir munu hætta í flugstöðinni.

Í byrjun mánaðarins lauk kynningu á vali á þeim fyrirtækjum sem hafa fengið úthlutað pláss í Flugstöð Leifs Eiríksstonar en Isavia kynnti verslunar- og veitingarýmin á Hotel Reykjavík Natura.  Alltumflug.is greinir frá.

Við valið voru margir þættir metnir, svo sem þjónusta, vöruframboð, ýmsir fjárhags- og rekstrarþættir auk áherslu á tengingu við Ísland en breytingarnar munu auka úrval og framboð vöru og veitinga í flugstöðinni og skila flugvellinum auknum leigutekjum.

Aukið vöruúrval í verslunum og veitingastöðum

Aukið vöruúrval í verslunum og veitingastöðum

Aukið vöruúrval í verslunum og veitingastöðum

Fjöldi metnaðarfullra tillagna barst, bæði frá aðilum sem eru nú með rekstur í flugstöðinni og öðrum. Sex verslanir og einn veitingastaður voru valin til að halda áfram rekstri en við bætast tvær nýjar verslanir og fjórir veitingastaðir en breytingarnar munu auka vöruúrval í flugstöðinni til muna

Veitingarekstur verður í höndum Joe Ísland, sem mun opna Joe and the Juice samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardère Services, sem munu halda áfram rekstri veitingarstaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.

Minni breytingar verða á verslunarrekstri í flugstöðinni. Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi.

Við bætast verslun með tískufatnað þar sem boðið verður upp á þekkt erlend vörumerki ásamt íslenskri hönnun, rekin af Airport Retail Group, og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardère Services.

Listinn í heild sinni

Nýjar verslanir og veitingastaðir eru:

  • Joe & The Juice
  • Segafredo
  • Íslenskur Bar – (ekki enn komið nafn á)
  • Sjálfsafgreiðsla
  • Airport Fashion
  • Sælkeraverslun – (ekki enn komið nafn á)
Yfir 50 Joe & The Juice útsölustaðir á norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi tveir staðir á Íslandi

Yfir 50 Joe & The Juice útsölustaðir á norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi tveir staðir á Íslandi

Verslanir og veitingastaðir sem halda áfram:

  • 66°N
  • Blue Lagoon
  • Elko
  • Eymundsson
  • Rammagerðin
  • Nord
  • Optical Studio
  • Dute Free

Þessi fyrirtæki verða ekki áfram í Leifsstöð:

  • Duty Free Fashion
  • Inspired by Iceland
  • Kaffitár
  • Panorama Bar
  • Epal
  • IGS Bistró

71 tillaga barst

LeifsstöðSamtals barst 71 tillaga og voru margar þeirra mjög vel unnar og metnaðarfullar en eftir ítarlegt valferli þar sem tekið var tillit til fjölda þátta urðu 13 tillögur fyrir valinu. Alltumflug.is greinir frá.

Meirihluti þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir valinu eru íslensk en auk þeirra eru tvö alþjóðleg fyrirtæki með mikla reynslu af rekstri á alþjóðlegum flugvöllum.

 

Myndir: isavia.is

/Hinrik

twitter og instagram icon

 

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið