Hinrik Carl Ellertsson
Nýir veitingastaðir í Leifsstöð | Joe & The Juice, íslenskur bar með íslenskar veigar og kaffihúsið Segafredo
Sex nýjar verslanir og veitingastaðir munu bætast við í Leifsstöð á næstunni, átta munu halda áfram og þrjár verslanir og þrír veitingastaðir munu hætta í flugstöðinni.
Í byrjun mánaðarins lauk kynningu á vali á þeim fyrirtækjum sem hafa fengið úthlutað pláss í Flugstöð Leifs Eiríksstonar en Isavia kynnti verslunar- og veitingarýmin á Hotel Reykjavík Natura. Alltumflug.is greinir frá.
Við valið voru margir þættir metnir, svo sem þjónusta, vöruframboð, ýmsir fjárhags- og rekstrarþættir auk áherslu á tengingu við Ísland en breytingarnar munu auka úrval og framboð vöru og veitinga í flugstöðinni og skila flugvellinum auknum leigutekjum.
Aukið vöruúrval í verslunum og veitingastöðum
Fjöldi metnaðarfullra tillagna barst, bæði frá aðilum sem eru nú með rekstur í flugstöðinni og öðrum. Sex verslanir og einn veitingastaður voru valin til að halda áfram rekstri en við bætast tvær nýjar verslanir og fjórir veitingastaðir en breytingarnar munu auka vöruúrval í flugstöðinni til muna
Veitingarekstur verður í höndum Joe Ísland, sem mun opna Joe and the Juice samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardère Services, sem munu halda áfram rekstri veitingarstaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.
Minni breytingar verða á verslunarrekstri í flugstöðinni. Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi.
Við bætast verslun með tískufatnað þar sem boðið verður upp á þekkt erlend vörumerki ásamt íslenskri hönnun, rekin af Airport Retail Group, og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardère Services.
Listinn í heild sinni
Nýjar verslanir og veitingastaðir eru:
- Joe & The Juice
- Segafredo
- Íslenskur Bar – (ekki enn komið nafn á)
- Sjálfsafgreiðsla
- Airport Fashion
- Sælkeraverslun – (ekki enn komið nafn á)
Verslanir og veitingastaðir sem halda áfram:
- 66°N
- Blue Lagoon
- Elko
- Eymundsson
- Rammagerðin
- Nord
- Optical Studio
- Dute Free
Þessi fyrirtæki verða ekki áfram í Leifsstöð:
- Duty Free Fashion
- Inspired by Iceland
- Kaffitár
- Panorama Bar
- Epal
- IGS Bistró
71 tillaga barst
Samtals barst 71 tillaga og voru margar þeirra mjög vel unnar og metnaðarfullar en eftir ítarlegt valferli þar sem tekið var tillit til fjölda þátta urðu 13 tillögur fyrir valinu. Alltumflug.is greinir frá.
Meirihluti þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir valinu eru íslensk en auk þeirra eru tvö alþjóðleg fyrirtæki með mikla reynslu af rekstri á alþjóðlegum flugvöllum.
Myndir: isavia.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi