Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi
Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir hjá veitingastaðnum Argentínu steikhúsi við Barónstíg. Þessa dagana standa yfir ýmsar endurbætur á hinum rómaða veitingastað, sem fagnar brátt þrjátíu ára afmæli sínu.
Edda Sif Sigurðardóttir er nýr rekstrarstjóri Argentínu. Hún er fjármálaverkfræðingur að mennt og átti og rak Dúkkuhúsið Verzlun í Kringlunni og við Vatnsstíg um árabil. Edda hefur að undanförnu verið í fæðingarorlofi, en tekur nú við daglegri stjórn Argentínu.
Sjá einnig: Argentína Steikhús – Veitingarýni
Stefán B. Guðjónsson hefur verið ráðinn veitingastjóri Argentínu. Hann er útskrifaður framreiðslumeistari úr Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og er einn þekktasti vínsérfræðingur þjóðarinnar. Var lengi yfirþjónn á Argentínu, umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Vínsmakkarinn og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. hlotið oftar en einu sinni nafnbótina vínþjónn ársins og framreiðslumaður ársins. Stefán hefur klárað viðurkennt nám hjá Court of master sommelier.
Sjá einnig: Argentína Steikhús – Skylduheimsókn fyrir þá sem kunna gott að meta
Argentína steikhús er í eigu Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.
Samsett mynd: facebook / Argentína Steikhús

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vörukynning Garra á Akureyri