Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi
Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir hjá veitingastaðnum Argentínu steikhúsi við Barónstíg. Þessa dagana standa yfir ýmsar endurbætur á hinum rómaða veitingastað, sem fagnar brátt þrjátíu ára afmæli sínu.
Edda Sif Sigurðardóttir er nýr rekstrarstjóri Argentínu. Hún er fjármálaverkfræðingur að mennt og átti og rak Dúkkuhúsið Verzlun í Kringlunni og við Vatnsstíg um árabil. Edda hefur að undanförnu verið í fæðingarorlofi, en tekur nú við daglegri stjórn Argentínu.
Sjá einnig: Argentína Steikhús – Veitingarýni
Stefán B. Guðjónsson hefur verið ráðinn veitingastjóri Argentínu. Hann er útskrifaður framreiðslumeistari úr Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og er einn þekktasti vínsérfræðingur þjóðarinnar. Var lengi yfirþjónn á Argentínu, umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Vínsmakkarinn og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. hlotið oftar en einu sinni nafnbótina vínþjónn ársins og framreiðslumaður ársins. Stefán hefur klárað viðurkennt nám hjá Court of master sommelier.
Sjá einnig: Argentína Steikhús – Skylduheimsókn fyrir þá sem kunna gott að meta
Argentína steikhús er í eigu Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.
Samsett mynd: facebook / Argentína Steikhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi