Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar Konungskaffi
Þau Silja Hrund og Kristján Eldjárn ásamt börnum sínum Elvari Eldjárn og Elínu Eriku fluttu heim frá Montreal í sumar og hafa tekið við rekstri Konungskaffi sem staðsett er í miðbæ Selfoss.
Fyrrverandi rekstraraðilar voru Ísak Eldjárn Tómasson og Sunna Mjöll Caird.
Á facebook síðunni Miðbær Selfoss kemur fram að Kristján er menntaður kokkur og verður Konungskaffi í svipaðri mynd og áður með sama góða kaffið og með því ásamt spennandi nýjungum frá fjölskyldunni.
Um Konungshúsið
Húsið á Selfossi er endurgerð af Konungshúsinu, en upprunalega húsið var reist um vorið 1907 á Þingvöllum sem ætlað var Friðriki konungi VIII til bústaðar í heimsókn hans til Íslands um sumarið. Húsið var reist ofan við eða við Vellina, rétt fyrir neðan Öxarárfoss, og var í eigu Landsjóðs. Var það kallað Konungshúsið.
Húsið var leigt út til kaffisölu og gistingar næstu sumur og í því voru haldin réttarböll á haustin. Fyrir alþingishátíðina 1930 var ákveðið að flytja húsið og gera það upp og var það staðsett um 200 metrum utan við Valhöll. Var húsið haft sem bústaður Kristjáns konungs og Alexandrínu drottningar á Alþingishátíðinni.
Upp frá þessu mun það hafa farið að tíðkast að ráðherrar dveldu í Konungshúsinu að sumarlagi, einkum forsætisráðherra. Var það oft nefnt forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Árið 1946 er talað um hann sem „sumarhús ráðherra hins íslenska lýðveldis“.
Konungshúsið brann í eldsvoða 10. júlí 1970 og fórust þar þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir kona hans og ungur dóttursonur. Þar er nú minnisvarði um þau.
Heimild: Ráðherrabústaðir/stjornarradid.is
Mynd: facebook / Miðbær Selfoss

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð