Sverrir Halldórsson
Nýir eigendur Kaffivagnsins
Nú nýverið urðu eigandaskipti á Kaffivagninum og eru nýir eigendur Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari, sem hefur komið víða við á sínum ferli og konan hans Mjöll Daníelsdóttir.
En bræður hans eru Stefán Viðarsson yfirmatreiðslumeistari Icelandair Group á Íslandi og Einar Viðarsson bakarameistari sem er einn af eigendum Wilson´s pizzur, þannig að þetta er mikil matarfjölskylda.
Við félagarnir ákváðum að líta á hann, eitt hádegið nú í vikunni og fer hér saga af því sem við upplifðum.
Smakkaðist hún mjög vel og gott brauð með og að sjálfsögðu smjör.
Svakalega fín eldun á fiskinum og samsetning alveg upp á 10.
Og ekki sló félagi Guðmundur feilnótu þar frekar en annars staðar, og var réttinum gerð skil.
Það var hörkutraffík þarna í hádeginu og hálfgerður þverskurður af þjóðfélaginu frá Jóa trillukarli upp í fyrverandi ráðherra og er það góðs viti því þá er viðskiptahópurinn að stækka en fyrverandi eigandi lagði ekki eins mikið upp úr matnum eins og Guðmundur gerir.
Einnig er á boðstólunum mjög fallegt smurbrauð, kökur og klassískt kaffibrauð.
Spilakassarnir eru farnir og tel ég það jákvæð aðgerð.
Óskum við á Veitingageiranum Guðmundi góðs gengis í Kaffivagninum.
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or10 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or4 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir