Sverrir Halldórsson
Nýir eigendur Kaffivagnsins
Nú nýverið urðu eigandaskipti á Kaffivagninum og eru nýir eigendur Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari, sem hefur komið víða við á sínum ferli og konan hans Mjöll Daníelsdóttir.
En bræður hans eru Stefán Viðarsson yfirmatreiðslumeistari Icelandair Group á Íslandi og Einar Viðarsson bakarameistari sem er einn af eigendum Wilson´s pizzur, þannig að þetta er mikil matarfjölskylda.
Við félagarnir ákváðum að líta á hann, eitt hádegið nú í vikunni og fer hér saga af því sem við upplifðum.
Smakkaðist hún mjög vel og gott brauð með og að sjálfsögðu smjör.
Svakalega fín eldun á fiskinum og samsetning alveg upp á 10.
Og ekki sló félagi Guðmundur feilnótu þar frekar en annars staðar, og var réttinum gerð skil.
Það var hörkutraffík þarna í hádeginu og hálfgerður þverskurður af þjóðfélaginu frá Jóa trillukarli upp í fyrverandi ráðherra og er það góðs viti því þá er viðskiptahópurinn að stækka en fyrverandi eigandi lagði ekki eins mikið upp úr matnum eins og Guðmundur gerir.
Einnig er á boðstólunum mjög fallegt smurbrauð, kökur og klassískt kaffibrauð.
Spilakassarnir eru farnir og tel ég það jákvæð aðgerð.
Óskum við á Veitingageiranum Guðmundi góðs gengis í Kaffivagninum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024