Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ný stjórn hjá Barþjónaklúbbi Íslands

Stjórn BCI (f.v.) Tómas Kristjánsson, Alana Hudkins, Ivan Svanur Corvasce, Milosz Omachel, Orri Páll Vilhjálmsson, Andri Davíð Pétursson og Elna Maria Tómasdóttir
Í gærkvöldi fór fram aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands B.C.I. í kjallaranum á Hard Rock við Lækjargötu. Á fundinum var síðasta tímabil stjórnarinnar gert upp og kosin var ný stjórn þar sem fjórir stjórnarmeðlimir voru kosnir til tveggja ára og þrír til eins árs.
Nýja stjórn Barþjónaklúbbs Íslands B.C.I skipa eftirfarandi:
- Forseti: Tómas Kristjánsson á Nauthól
- Varaforseti: Andri Davíð Pétursson The Viceman (og flugfreyja)
Aðrir stjórnarmeðlimir eru:
- Orri Páll Vilhjálmsson á Apotekinu
- Elna Maria Tómasdóttir á 101 Harbour
- Ivan Svanur Corvasce á Geira Smart
- Alana Hudkins á Slippbarnum
- Milosz Omachel á Matarkjallaranum
Nýja stjórnin mun hittast strax í næstu viku og fara yfir framtíðarplön BCI, en nú þegar eru í vinnslu ýmsar spennandi keppnir og viðburðir. Þá mun stjórnin einnig funda með áfengis birgjum og heyra þeirra framtíðarsýn og hvernig BCI getur komið til móts við þá í skipulagningu keppna og viðburða.
Það eru því spennandi tímar framundan hjá Barþjónaklúbbi Íslands og hægt er að fylgjast með á facebook síðunni Reykjavík Cocktail Weekend.
Nýja stjórn BCI vill einnig þakka meðlimum fyrri stjórnar og óska þeim góðs gengis í nýjum verkefnum, en þau eru: Margrét Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigtryggsson, Agnar Fjelsted og Leó Ólafsson.
Merðfylgjandi myndir eru frá aðalfundinum í gær.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?