Markaðurinn
Ný bragðsprengja frá Nóa Síríus vekur lukku
Tromp Hvellurinn gómsæti frá Nóa Síríus, þar sem hið ómótstæðilega Tromp er umlukið ljúffengu og krispí mjólkursúkkulaði, hefur sannarlega glatt bragðlauka landsmanna undanfarin ár. Nýverið kom á markað ný útgáfa af þessu vinsæla sælgæti, Tromp Hvellur með jarðarberjabragði.
Ferskt jarðarberjabragðið tónar fullkomlega við sætt súkkulaðið og stökkt krispið fullkomnar svo bragðupplifunina.
„Trompið hefur lengi átt sérstakan stað í hjörtum Íslendinga og upprunalegi Tromp Hvellurinn vakti strax mikla lukku. Það er gaman að segja frá því að Hvellurinn með jarðarberjabragði virðist ætla að ná álíka vinsældum,“ segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus. „Við erum afar stolt af þessum nýja Hvelli og neytendur virðast sammála því hann hefur rokið úr hillum verslana,“ segir Alda og bætir við að varan sé auðvitað hinn fullkomni félagi til að deila með sér í útilegum sumarsins.
Allt súkkulaði frá Nóa Síríus er vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnið er ræktað við mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki jarðar. Með því er fyrirtækið hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til framtíðar.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Bóndadagurinn nálgast