Keppni
Norrænt þing matreiðslumeistara á næsta leiti – Taktu þátt í skemmtilegu þingi
Dagana 30. maí og 1. júní nk. verður haldið Norrænt þing matreiðslumeistara Nordic Kökkenchefs Forening (NKF) og er von á um 200 matreiðslumönnum hingað til Íslands vegna þingsins. Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem eru gestgjafar og sjá um allan undirbúning.
Einnig koma til landsins Neil Thomson frá Skotlandi sem er Continental Director Europe North hjá heimssamtökum matreiðslumanna Worldchefs og frú Cat Cora, en hún er einn 5 vinsælustu sjónvarpskokka Bandaríkjanna og fyrirlesari.
Uppfært 21. maí 2019: Fréttir hafa borist að Cat Cora kemur ekki til landsins.
Fjölbreytt dagskrá verður í gangi auk sjálf þingsins, keppnin um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda, þar sem eldri og yngri keppa jafnfætis, Norræna þjónakeppnin, fyrirlestrar og ýmislegt annað fróðlegt sem og skemmtilegt.
Dagskrá
Þá verða norrænu matarverðlaunin Embla í samstarfi Klúbb matreiðslumeistara í viðburðahaldinu og má ætla að með þeim gestum sem koma hingað vegna Emblu eru um 300 – 400 norrænir matgæðingar og fagfólk.
Viltu taka þátt í skemmtilegu þingi?
Undirbúningsnefnd KM vegna NKF þingsins vilja koma á framfæri til allra sem að faginu okkar standa að taka þátt og vera sýnilegir þessa helgi.
Haldin verður hátíðarkvöldverður í Hörpunni laugardaginn 1. júní 2019 og er matseðillinn á þessa leið:
Taste of Iceland with sparkling wine
Slow cooked tomatoes, pickled tomatoes & fresh tomatoes with basil oil, Parmesan crisp, Rye bread crumble & basil cream
Lamb “all parts used from the lamb”
Head press, smoked leg, tartalette with smoked shoulder, belly with sea weed & dried lamb snack
Fish Symphony
All from the Icelandic seas
****
Appetizers
White asparagus with rhubarb & beetroot puree, peppers & salat (Vegan)
or
Flamed Carpaccio of langoustines & Sterling hallibut ceviche with Icelandic roe sauce, Beurre noisette & radish salat
****
Main Course
Surf & turf
Beef le, beef shank, king crab & cold sea prawns, cellery root & charred onion
****
Dessert
Chocolate cake & a Duo of pear & citrus salad

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum