Keppni
Norræna nemakeppnin í máli og myndum – Vídeó

F.v.: Hinrik Örn Halldórsson, Marteinn Rastrick, Gabríel Kristinn Bjarnason, Finnur Gauti Vilhelmsson, Högni Kristjánsson, sendiherra Íslands í Noregi og Benedikt E. Birnuson
Keppendur frá Íslandi voru matreiðslunemarnir Hinrik Örn Halldórsson og Marteinn Rastrick hjá LUX veitingum. Í framreiðslu kepptu þeir Finnur Gauti Vilhelmsson nemi á Vox Brasserie og Benedikt E. Birnuson nemi hjá Matarkjallaranum. Þjálfari nemanna í matreiðslu var Gabríel Kristinn Bjarnason og Axel Árni Herbertsson þjálfaði framreiðslunemanna.
Keppnin var haldin í Osló dagana 21. – 22. apríl 2023 í Hótel og matvælaskólanum þar í landi.
Þeir Hinrik Örn og Marteinn unnu til gullverðlauna í matreiðslu og framreiðslunemarnir voru í fjórða sæti. Keppnin var mjög jöfn í framreiðslu og munaði fáum stigum á efstu sætunum.
Sjá einnig: Gull til Íslands
Þema keppninnar var „Byggjum á hefðum“ og var t.a.m eitt af verkefnum matreiðslunemanna að matreiða „färikäl“ sem er hefðbundin Norskur réttur og nemar í framreiðslu útbjuggu og framreiddu „beef-tartare“ fyrir gesti.
Fyrri keppnisdaginn matreiddu matreiðslunemarnir þrjá rétti og framreiðslunemarir kepptu í uppdekkningu á tveggja manna borði, pöruðu saman drykki við rétti á matseðli, í vínsmakki og blöndun kokteila. Seinni daginn unnu keppendur með „Mystery-basket“ sem var samsett úr fjölbreyttu hráefni. Verkefnið var matreiða og framreiða fimm rétta matseðil. Framreiðslunemarnir settu upp sex manna veisluborð með borðskreytingum, pöruðu drykki við réttina á matseðili, kepptu í faglegri þjónustu og framreiðslu á réttunum.
Mynd: idan.is

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata