Keppni
Norræna nemakeppnin í máli og myndum – Vídeó
Keppendur frá Íslandi voru matreiðslunemarnir Hinrik Örn Halldórsson og Marteinn Rastrick hjá LUX veitingum. Í framreiðslu kepptu þeir Finnur Gauti Vilhelmsson nemi á Vox Brasserie og Benedikt E. Birnuson nemi hjá Matarkjallaranum. Þjálfari nemanna í matreiðslu var Gabríel Kristinn Bjarnason og Axel Árni Herbertsson þjálfaði framreiðslunemanna.
Keppnin var haldin í Osló dagana 21. – 22. apríl 2023 í Hótel og matvælaskólanum þar í landi.
Þeir Hinrik Örn og Marteinn unnu til gullverðlauna í matreiðslu og framreiðslunemarnir voru í fjórða sæti. Keppnin var mjög jöfn í framreiðslu og munaði fáum stigum á efstu sætunum.
Sjá einnig: Gull til Íslands
Þema keppninnar var „Byggjum á hefðum“ og var t.a.m eitt af verkefnum matreiðslunemanna að matreiða „färikäl“ sem er hefðbundin Norskur réttur og nemar í framreiðslu útbjuggu og framreiddu „beef-tartare“ fyrir gesti.
Fyrri keppnisdaginn matreiddu matreiðslunemarnir þrjá rétti og framreiðslunemarir kepptu í uppdekkningu á tveggja manna borði, pöruðu saman drykki við rétti á matseðli, í vínsmakki og blöndun kokteila. Seinni daginn unnu keppendur með „Mystery-basket“ sem var samsett úr fjölbreyttu hráefni. Verkefnið var matreiða og framreiða fimm rétta matseðil. Framreiðslunemarnir settu upp sex manna veisluborð með borðskreytingum, pöruðu drykki við réttina á matseðili, kepptu í faglegri þjónustu og framreiðslu á réttunum.
Mynd: idan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon