Nemendur & nemakeppni
Norræna Nemakeppnin haldin á Íslandi – Dagana 8. og 9. apríl
Norræna Nemakeppnin er að þessu sinni haldin hér á landi dagana 8. og 9. apríl nk. í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi. Samtals taka fjórir nemendur þátt í keppninni fyrir hönd Íslands, tveir framreiðslu- og tveir matreiðslunemar.
Til landsins koma samsvarandi keppnispör í matreiðslu- og framreiðslu frá Finnland, Noregi, Svíþjóð, Danmörku til þess að taka þátt í þessari keppni, sem er alla jafna ansi hörð og umfangsmikil en þetta mun vera í 30 árið sem nemakeppnin er haldin á milli landanna. það er SAF, MATVÍS, Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi og IÐAN fræðslusetur sem standa að keppninni.
Íslensku keppendurnir í framreiðslu
Íslensku keppendur eru í framreiðslu þau Leó Snæfeld Pálsson nemi á Bláa Lóninu meistari hans er Kristján Nói Sæmundsson og Berglind Kristjánsdóttir nemi á Hilton VOX, meistari hennar er Gígja Magnúsdóttir. Þjálfari nemanna er Ana Marta Montes Lage framreiðslumaður á Icelandair Natura.
Íslensku keppendurnir í matreiðslu
Í matreiðslu keppa þeir Haraldur Geir Hafsteinsson nemi á Sjávargrillinu meistari hans er Gústav Axel Gunnlaugsson og Þorsteinn Geir Kristinsson nemi á Fiskfélaginu, meistari hans er Lárus Gunnarsson.. Þjálfari nemanna í matreiðslu er Sigurður Daði Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum.
Ísland unnið til gull-, silfur- og bronsverðlauna
Í Norrænu nemakeppninni taka samtals 20 nemar þátt í keppni um titilinn matreiðslu- og framreiðslunemar Norðurlandanna. Undanfarin ár hafa íslenskir matreiðslunemar unnið til gull-, silfur- og bronsverðlauna og framreiðslunemarnir hafa unnið til silfur- og bronsverðlauna. Hráefni í keppni matreiðslunemanna verður íslenskt sjávarfang og íslenskar landbúnaðarafurðir.
Yfirdómarar í keppninni eru þeir Ragnar Wessman í matreiðslu og Bárður Guðlaugsson fyrir framreiðsluna.
Keppnin stendur yfir í tvo daga:
Á föstudeginum er verkefnið:
Fagpróf í matreiðslu og framreiðslu.
Verkefni í matreiðslunemanna:
- Canapé eða fingramatur fyrir tólf.
- Heitur eða kaldur grænmetisréttur fyrir sex.
- Flaka fisk eða úrbeina kjöt og útbúa soð
Þau hafa 180 mínútur til þess að vinna verkefnið.
Verkefni framreiðslunemanna eru:
- Para vín og drykki við fimm rétta matseðil
- Dekka upp borð fyrir fimm rétta maðseðil með borðskreytingu og sérvettubrotum.
- Vínsmakk, sex vín eru prófuð og greind.
- Barinn, þau blanda sex drykki, áfenga og óáfenga.
Á laugardeginum er verkefnið:
Matreiðslu og framreiðslunemar vinna saman að matseðli dagsins sem er fjögurra rétta seðill fyrir 12. Hráefnin eru í leyndarkörfu (Mystery basket).
Að auki framreiða framreiðslunemarnir osta sem fimmta rétt. Framreiðslunemarnir bera réttina fram á diskum og fati þar sem mismunandi framreiðsluaðferðum er beitt. Framreiðslunemarnir velja vín með matseðlinum og umhella, þau dekka upp borð fyrir sex með tilheyrandi borðskreytingu og sérvettum. Flambera fyrir gesti og skera fyrir.
Þetta verður hörku keppni og veitingageirinn.is kemur til með að gera góð skil á keppninni.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast