Frétt
Neytendur með glútenóþol varaðir við neyslu á maíssnakki
Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþol við neyslu á maíssnakkinu Amaizin Natural Corn Chips. Snakkið er merkt glútenlaust en greindist með glúten yfir leyfilegum mörkum.
Matvælastofnun bárust upplýsingarnar í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) um matvæli og fóður. Innflytjandi hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Heilsu ehf., Bæjarflöt 1-3, í síma 517 0670.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






