Frétt
Neytendur með glútenóþol varaðir við neyslu á maíssnakki
Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþol við neyslu á maíssnakkinu Amaizin Natural Corn Chips. Snakkið er merkt glútenlaust en greindist með glúten yfir leyfilegum mörkum.
Matvælastofnun bárust upplýsingarnar í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) um matvæli og fóður. Innflytjandi hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Heilsu ehf., Bæjarflöt 1-3, í síma 517 0670.
Mynd: aðsend
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill