Uppskriftir
Nautakjöt eldað á steini – Steinasteik
Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýstárlegt í eldhúsinu og ekki verra þegar matargestirnir geta eldað sjálfir á funheitu grjóti.
Það er hægt að fá tilbúna steina en skemmtilegra er að finna flottan íslenskan stein, þrífa og sjóða vel. Hann er síðan settur á grill eða yfir gasloga og settur á matarborðið yfir kertaloga. Þá elda gestirnir sínar kjötsneiðar sjálfir.
Þetta er japanska aðferðin við að elda kjöt á sjóðandi heitum steinum á borði, ásamt heitu soði í potti fyrir núðlur og þunnt skorið nautakjötið er grillað á heitum steini.
Innihald:
Nautakjötsþynnur og asískur hotpot
1 askja góðir sveppir
100 g nautakjöt, t.d. sirloin eða fituhreinsað ribeye
1 tsk. wasabi
4 msk. flögusalt til að framreiða með kjötinu
2 msk. olía eða kókósfita til að pensla steininn
Kryddsoð
2,5 cm engiferrót, skorin í fínar ræmur (hægt er að kaupa asískt súpu-mix fyrir þá sem vilja stytta sér leið)
1 lítil handfylli kóríander
Bragðefni að eigin vali: sojasósa, fiskisósa eða kjötkraftur
500 ml vatn og ½ bakki núðlur
Fyrir dipp-sósu
1 msk. sojasósa og 1 msk. olía
1 msk. rauður chili, fínt saxað
1 msk. hakkaður kóríander
¼ greipaldin (eða sítróna), safinn kreistur í sósuna
Aðferð:
Fyrir nautakjötið
Hitið hreina steina yfir gasloga þar til þeir eru sjóðandi heitir. Þetta ætti að taka góðar 10–15 mínútur. Einnig er hægt setja steininn inn í ofn eða grill á hæstu stillingu. Á meðan steinninn er að hitna, skerið nautakjöt í þunnar sneiðar með beittum hníf.
Smyrjið hvert stykki af nautakjöti
með smá wasabi, setjið í pottinn engifersneiðar, kóríander og sveppi og þá er hægt að sjóða smá núðlur í kryddsoðinu og framreiða með kjötinu sem meðlæti. Raðið nautakjöti á fat og setjið til hliðar.
Fyrir dipp-sósu
Sameinið öll innihaldsefni í skál. Þegar steinarnir eru mjög heitir, steikið kjötið og kryddið með salti. Einnig hægt að sjóða í kryddsoðinu ásamt núðlum. Dýfið kjötinu í smá dipp-sósu og borðið strax.Til eru góðar tilbúnar sósur eins og sæt chilisósa eða sushi-sojasósa.
Þessi aðferð er þekkt sem ishiyaki, „ishi“ þýðir steinn og „yaki“ þýðir grill.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum