Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mysa systir Eyju verður gestgjafi Nönnu Rögnvaldardóttur
Einstök upplifun í byrjun aðventu, Matthew Wickstrom yfirkokkur og hinn víðfrægi matarsagnfræðingur og virti matreiðslubókahöfundur Nanna Rögnvaldardóttir sameina hæfileika sína og krafta í fyrstu viku aðventu og skapa kvöldverðarupplifun sem er engri lík þann 26. nóvember.
Nanna er höfundur margra best þekktu íslenskra matreiðslubóka og er m.a. eftirsóttur fyrirlesari í Oxford þar sem hún leggur áherslu á sögu íslenskrar matargerðar. Hún hefur verið mentor Matthew síðastliðin ár og leggur honum nú lið á þessum sérstaka viðburði þar sem hún mun fjalla um erlend áhrif á íslensk jól.
Matthew matreiðir rétti og parar með vínum, allt undir áhrifum frá Nönnu, skrifum hennar og spjalli kvöldsins. Kvöldverðurinn verður 7+ rétta ásamt sérvöldum vínum eða heimagerðum óáfengum drykkjum. Þetta verður kvöld sem líður seint úr minni.
Aðeins 16 sæti í boði fyrir þessa einstöku upplifun. Smellið hér til að panta borð í gegnum Dineout.is.
Mynd: facebook / Eyja vínstofa
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið18 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






