Frétt
Myndir frá formlegri opnun Saltfiskvikunnar
Í gær var Saltfiskvika formlega sett við skemmtilega athöfn í Salt eldhúsi við Þórunnartún. Frú Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, voru viðstödd. Meistarakokkar frá Ítalíu, Spáni, Portúgal og úr íslenska kokkalandsliðinu töfruðu fram fjölda ólíkra og gómsæta rétti þar sem saltfiskur var í öndvegi.
Fleiri fréttir frá Saltfiskvikunni hér.
Markmiðið með Saltfiskvikunni er að vekja athygli á þeirri sælkeraafurð sem saltfiskurinn er. Gestakokkarnir Carlota Claver frá Spáni, Diogo Rocha frá Portúgal og Lorenzo Alessio frá Ítalíu munu elda á nokkrum þeirra 13 veitingastaða sem taka þátt í Saltfiskviku, að því er fram kemur á vef matis.is.
Munu þau kynna hvernig hægt er að matreiða saltfisk hvert með sínu sniði en öll eiga þau það sameiginlegt að vera mikilsmetnir kokkar sem leggja mikla áherslu á saltfisk og koma frá löndum þar sem saltfiskurinn er í hávegum hafður.
Það var Eva Margrét hjá Matís sem sá um að sýna Snapchat vinum veitingageirans frá formlegri opnun Saltfiskvikunnar. Meðfylgjandir myndir eru skjáskot úr Snapchat veitingageirans.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana