Frétt
Myndir frá formlegri opnun Saltfiskvikunnar
Í gær var Saltfiskvika formlega sett við skemmtilega athöfn í Salt eldhúsi við Þórunnartún. Frú Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, voru viðstödd. Meistarakokkar frá Ítalíu, Spáni, Portúgal og úr íslenska kokkalandsliðinu töfruðu fram fjölda ólíkra og gómsæta rétti þar sem saltfiskur var í öndvegi.
Fleiri fréttir frá Saltfiskvikunni hér.
Markmiðið með Saltfiskvikunni er að vekja athygli á þeirri sælkeraafurð sem saltfiskurinn er. Gestakokkarnir Carlota Claver frá Spáni, Diogo Rocha frá Portúgal og Lorenzo Alessio frá Ítalíu munu elda á nokkrum þeirra 13 veitingastaða sem taka þátt í Saltfiskviku, að því er fram kemur á vef matis.is.
Munu þau kynna hvernig hægt er að matreiða saltfisk hvert með sínu sniði en öll eiga þau það sameiginlegt að vera mikilsmetnir kokkar sem leggja mikla áherslu á saltfisk og koma frá löndum þar sem saltfiskurinn er í hávegum hafður.
Það var Eva Margrét hjá Matís sem sá um að sýna Snapchat vinum veitingageirans frá formlegri opnun Saltfiskvikunnar. Meðfylgjandir myndir eru skjáskot úr Snapchat veitingageirans.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






















