Frétt
Myndir frá árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldin var á Sigló
Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara var haldin á Siglufirði, laugardaginn s.l. og var margt um manninn. Þéttskipuð dagskrá var hjá félagsmönnum þar sem aðalfundur var haldinn sama dag.
Ný stjórn KM var kosin fyrir tímabilið 2017-2018:
- Björn Bragi Bragason, Forseti
- Friðgeir Ingi Eiríksson, Varaforseti
- Andreas Jacobsen, Gjaldkeri
- Júlía Skarphéðinsdóttir, Meðstjórnandi
- Logi Brynjarsson, Meðstjórnandi
- Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi
- Ragnar Marínó Kristjánsson, Meðstjórnandi
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Varamaður & ritari
Fyrri stjórn á tímabilinu 2016-2017 voru eftirfarandi:
- Björn Bragi Bragason, Forseti
- Friðgeir Ingi Eiríksson, Varaforseti
- Andreas Jacobsen, Gjaldkeri & ritari
- Ylfa Helgadóttir, Meðstjórnandi
- Árni Þór Arnórsson, Meðstjórnandi
- Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi
- Örn Svarfdal, Meðstjórnandi
- Friðgeir Ingi Eiríksson, Varamaður
Á meðan að félagsmenn funduðu fóru makar í skoðunarferð um Siglufjörð. Eftir aðalfundarslit fóru félagsmenn og makar og heimsóttu brugghúsið Segul 67.
Um kvöldið fór árshátíðin fram á veitingastaðnum Rauðku á Siglufirði þar sem Tómas Jórunnarsson matreiðslumaður ásamt Ungkokkum Íslands sáu um veisluna. Nánari umfjöllun um veisluna og Ungkokka Íslands verður birt síðar ásamt frétt um Orðu og laganefnd klúbbsins, en hún hafði í nógu að snúast á árshátíðinni.
Meðfylgjandi myndir tók Jón Kr. Friðgeirsson matreiðslumeistari.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir

























































