Frétt
Myndir frá árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldin var á Sigló
Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara var haldin á Siglufirði, laugardaginn s.l. og var margt um manninn. Þéttskipuð dagskrá var hjá félagsmönnum þar sem aðalfundur var haldinn sama dag.
Ný stjórn KM var kosin fyrir tímabilið 2017-2018:
- Björn Bragi Bragason, Forseti
- Friðgeir Ingi Eiríksson, Varaforseti
- Andreas Jacobsen, Gjaldkeri
- Júlía Skarphéðinsdóttir, Meðstjórnandi
- Logi Brynjarsson, Meðstjórnandi
- Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi
- Ragnar Marínó Kristjánsson, Meðstjórnandi
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Varamaður & ritari
Fyrri stjórn á tímabilinu 2016-2017 voru eftirfarandi:
- Björn Bragi Bragason, Forseti
- Friðgeir Ingi Eiríksson, Varaforseti
- Andreas Jacobsen, Gjaldkeri & ritari
- Ylfa Helgadóttir, Meðstjórnandi
- Árni Þór Arnórsson, Meðstjórnandi
- Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi
- Örn Svarfdal, Meðstjórnandi
- Friðgeir Ingi Eiríksson, Varamaður
Á meðan að félagsmenn funduðu fóru makar í skoðunarferð um Siglufjörð. Eftir aðalfundarslit fóru félagsmenn og makar og heimsóttu brugghúsið Segul 67.
Um kvöldið fór árshátíðin fram á veitingastaðnum Rauðku á Siglufirði þar sem Tómas Jórunnarsson matreiðslumaður ásamt Ungkokkum Íslands sáu um veisluna. Nánari umfjöllun um veisluna og Ungkokka Íslands verður birt síðar ásamt frétt um Orðu og laganefnd klúbbsins, en hún hafði í nógu að snúast á árshátíðinni.
Meðfylgjandi myndir tók Jón Kr. Friðgeirsson matreiðslumeistari.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas