Keppni
Myndir af keppendum – Forkeppni í Kokkur ársins 2023
Í morgun hófst forkeppni í keppninni Kokkur ársins sem haldin er í IKEA í ár. Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem heldur keppnina en það var Rúnar Pierre Henriveaux sem sigraði keppnina í fyrra.
Forkeppninni lýkur í dag kl 17:00 en þá verða kynntir fimm efstu matreiðslumeistararnir úr forkeppni dagsins og þeir keppa svo til úrslita í IKEA núna á laugardaginn 1. apríl um titilinn Kokkur ársins 2023.
Úrslitakeppnin fer fram í verslun IKEA og er opin öllum sem hafa áhuga á að fylgjast með henni.
Keppendur í forkeppni Kokkur ársins í ár eru:
- Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant – Ísland.
- Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar – Ísland.
- Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar – Ísland.
- Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí – Ísland.
- Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar – Ísland.
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar – Ísland.
- Snædís Xyza Mae Ocampo – Ion Hotel – Ísland.
- Sveinn Steinsson – Efla Verkfræðistofa – Ísland.
- Wiktor Pálsson – Speilsalen – Noregur.
Dómarar eru:

Smakkdómarar: F.v. Garðar Kári Garðarsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Hákon Már Örvarsson, Gústav Axel Gunnlaugsson og Sigurður Laufdal
Smakkdómara:
Hákon Már Örvarsson yfirdómari – Kokkur ársins 1997
Garðar Kári Garðarsson – Kokkur ársins 2018
Þráinn Freyr Vigfússon – Kokkur ársins 2007
Gústav Axel Gunnlaugsson – Kokkur ársins 2010
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson – Kokkur ársins 2011
Eldhúsdómarar:
Bjarki Hilmarsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Úlfar Finnbjörnsson – Kokkur ársins 1994
Myndir: Rafn H. Ingólfsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?