Keppni
Myndir af keppendum – Forkeppni í Kokkur ársins 2023
Í morgun hófst forkeppni í keppninni Kokkur ársins sem haldin er í IKEA í ár. Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem heldur keppnina en það var Rúnar Pierre Henriveaux sem sigraði keppnina í fyrra.
Forkeppninni lýkur í dag kl 17:00 en þá verða kynntir fimm efstu matreiðslumeistararnir úr forkeppni dagsins og þeir keppa svo til úrslita í IKEA núna á laugardaginn 1. apríl um titilinn Kokkur ársins 2023.
Úrslitakeppnin fer fram í verslun IKEA og er opin öllum sem hafa áhuga á að fylgjast með henni.
Keppendur í forkeppni Kokkur ársins í ár eru:
- Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant – Ísland.
- Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar – Ísland.
- Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar – Ísland.
- Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí – Ísland.
- Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar – Ísland.
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar – Ísland.
- Snædís Xyza Mae Ocampo – Ion Hotel – Ísland.
- Sveinn Steinsson – Efla Verkfræðistofa – Ísland.
- Wiktor Pálsson – Speilsalen – Noregur.
Dómarar eru:
Smakkdómara:
Hákon Már Örvarsson yfirdómari – Kokkur ársins 1997
Garðar Kári Garðarsson – Kokkur ársins 2018
Þráinn Freyr Vigfússon – Kokkur ársins 2007
Gústav Axel Gunnlaugsson – Kokkur ársins 2010
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson – Kokkur ársins 2011
Eldhúsdómarar:
Bjarki Hilmarsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Úlfar Finnbjörnsson – Kokkur ársins 1994
Myndir: Rafn H. Ingólfsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði