Keppni
Myndir af keppendum – Forkeppni í Kokkur ársins 2023
Í morgun hófst forkeppni í keppninni Kokkur ársins sem haldin er í IKEA í ár. Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem heldur keppnina en það var Rúnar Pierre Henriveaux sem sigraði keppnina í fyrra.
Forkeppninni lýkur í dag kl 17:00 en þá verða kynntir fimm efstu matreiðslumeistararnir úr forkeppni dagsins og þeir keppa svo til úrslita í IKEA núna á laugardaginn 1. apríl um titilinn Kokkur ársins 2023.
Úrslitakeppnin fer fram í verslun IKEA og er opin öllum sem hafa áhuga á að fylgjast með henni.
Keppendur í forkeppni Kokkur ársins í ár eru:
- Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant – Ísland.
- Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar – Ísland.
- Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar – Ísland.
- Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí – Ísland.
- Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar – Ísland.
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar – Ísland.
- Snædís Xyza Mae Ocampo – Ion Hotel – Ísland.
- Sveinn Steinsson – Efla Verkfræðistofa – Ísland.
- Wiktor Pálsson – Speilsalen – Noregur.
Dómarar eru:

Smakkdómarar: F.v. Garðar Kári Garðarsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Hákon Már Örvarsson, Gústav Axel Gunnlaugsson og Sigurður Laufdal
Smakkdómara:
Hákon Már Örvarsson yfirdómari – Kokkur ársins 1997
Garðar Kári Garðarsson – Kokkur ársins 2018
Þráinn Freyr Vigfússon – Kokkur ársins 2007
Gústav Axel Gunnlaugsson – Kokkur ársins 2010
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson – Kokkur ársins 2011
Eldhúsdómarar:
Bjarki Hilmarsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Úlfar Finnbjörnsson – Kokkur ársins 1994
Myndir: Rafn H. Ingólfsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir















