Frétt
Myndaveisla frá vel heppnuðu afmæli og opnun á nýjum veitingastað

Eigendahópurinn, fv. Sveinn Þorri Þorvaldsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir (Á myndina vantar Birgir Már Ragnarsson og Sylja Hrund Júlíusdóttir)
Í gær voru liðin 5 ár frá opnun EIRIKSSON Brasserie sem staðsettur er við Laugavegi 77 í Reykjavík og því ber að fagna.
Veitingastaðurinn opnaði í mars 2019 og var ekki búin að vera opin nema í ár þegar faraldurinn mikli skall á.
„Allt gekk upp hjá okkur með stuðning frá okkur traustu fastakúnnum frá fyrri veitingastað á Hótel Holti sem komu og náðu sér í “take-away” og keyptu margir jólagjafir fyrir sín fyrirtæki.“
Sögðu veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir.
Á sama tíma og fagnað var stórafmælinu þá var nýjasta viðbótin í veitingaflóru borgarinnar formlega opnuð, veitingastaðurinn EIRIKSDOTTIR Gróska þar sem afmælisveislan fór fram.
Eigendur á EIRIKSDOTTIR í Grósku eru Sveinn Þorri Þorvaldsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Sara Dögg Ólafsdóttir, Friðgeir Ingi Eiríksson, Birgir Már Ragnarsson og Sylja Hrund Júlíusdóttir.
Útlit staðarins er í sama stíl og EIRIKSSON Brasserie en hann var hannaður af ítalska hönnunarfyrirtækinu Design group Italia.
„Geggjað partý – komu 250 manns í heimsókn“
Sagði Sara hress í samtali við veitingageirinn.is.
- Sara Dögg Ólafsdóttir
- Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistari
- Friðgeir Ingi Eiríksson
Myndir: aðsendar / EIRIKDOTTIR Gróska

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle