Frétt
Myndaveisla frá vel heppnuðu afmæli og opnun á nýjum veitingastað

Eigendahópurinn, fv. Sveinn Þorri Þorvaldsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir (Á myndina vantar Birgir Már Ragnarsson og Sylja Hrund Júlíusdóttir)
Í gær voru liðin 5 ár frá opnun EIRIKSSON Brasserie sem staðsettur er við Laugavegi 77 í Reykjavík og því ber að fagna.
Veitingastaðurinn opnaði í mars 2019 og var ekki búin að vera opin nema í ár þegar faraldurinn mikli skall á.
„Allt gekk upp hjá okkur með stuðning frá okkur traustu fastakúnnum frá fyrri veitingastað á Hótel Holti sem komu og náðu sér í “take-away” og keyptu margir jólagjafir fyrir sín fyrirtæki.“
Sögðu veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir.
Á sama tíma og fagnað var stórafmælinu þá var nýjasta viðbótin í veitingaflóru borgarinnar formlega opnuð, veitingastaðurinn EIRIKSDOTTIR Gróska þar sem afmælisveislan fór fram.
Eigendur á EIRIKSDOTTIR í Grósku eru Sveinn Þorri Þorvaldsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Sara Dögg Ólafsdóttir, Friðgeir Ingi Eiríksson, Birgir Már Ragnarsson og Sylja Hrund Júlíusdóttir.
Útlit staðarins er í sama stíl og EIRIKSSON Brasserie en hann var hannaður af ítalska hönnunarfyrirtækinu Design group Italia.
„Geggjað partý – komu 250 manns í heimsókn“
Sagði Sara hress í samtali við veitingageirinn.is.
- Sara Dögg Ólafsdóttir
- Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistari
- Friðgeir Ingi Eiríksson
Myndir: aðsendar / EIRIKDOTTIR Gróska
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya

















