Frétt
Myndaveisla frá vel heppnuðu afmæli og opnun á nýjum veitingastað

Eigendahópurinn, fv. Sveinn Þorri Þorvaldsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir (Á myndina vantar Birgir Már Ragnarsson og Sylja Hrund Júlíusdóttir)
Í gær voru liðin 5 ár frá opnun EIRIKSSON Brasserie sem staðsettur er við Laugavegi 77 í Reykjavík og því ber að fagna.
Veitingastaðurinn opnaði í mars 2019 og var ekki búin að vera opin nema í ár þegar faraldurinn mikli skall á.
„Allt gekk upp hjá okkur með stuðning frá okkur traustu fastakúnnum frá fyrri veitingastað á Hótel Holti sem komu og náðu sér í “take-away” og keyptu margir jólagjafir fyrir sín fyrirtæki.“
Sögðu veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir.
Á sama tíma og fagnað var stórafmælinu þá var nýjasta viðbótin í veitingaflóru borgarinnar formlega opnuð, veitingastaðurinn EIRIKSDOTTIR Gróska þar sem afmælisveislan fór fram.
Eigendur á EIRIKSDOTTIR í Grósku eru Sveinn Þorri Þorvaldsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Sara Dögg Ólafsdóttir, Friðgeir Ingi Eiríksson, Birgir Már Ragnarsson og Sylja Hrund Júlíusdóttir.
Útlit staðarins er í sama stíl og EIRIKSSON Brasserie en hann var hannaður af ítalska hönnunarfyrirtækinu Design group Italia.
„Geggjað partý – komu 250 manns í heimsókn“
Sagði Sara hress í samtali við veitingageirinn.is.
- Sara Dögg Ólafsdóttir
- Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistari
- Friðgeir Ingi Eiríksson
Myndir: aðsendar / EIRIKDOTTIR Gróska
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays

















