Veitingarýni
Mosi Streetfood – Veitingarýni
Nú á dögunum var ég staddur á Akureyri og þegar ég keyrði framhjá Torfunesbryggjunni, þá sá ég matarvagninn Mosa og það kom strax upp í huga mér, ég verð að prufa matinn hjá þeim.
Við vorum þrjú sem fengum okkur snæðing hjá þeim og fyrir valinu var Dirty fries, Tacos með önd og grísakjöti. Mosi leggur áherslu á að maturinn er unninn úr góðu hráefni og undirbúinn frá grunni.
Vorum ekki fyrir vonbrigðum, góður matur og þjónustan og liðlegheitin alveg til fyrirmyndar.
Bæði grísa og andar taco var ferskt, mátulega sterkt á bragðið, toppað með ferskum vorlauk og eplum, sem gerði gott jafnvægi á réttina. Dirty fries hlaðið af góðgæti og nóg af beikoni, virkilega gott.
Borgaði 2850 fyrir hvern skammt (2 tacos í hverjum skammti) og Dirty fries á 1790.
Það eina sem ég get sett út á ef þannig má orða, að ég hefði viljað fá tortillurnar (mjúku skeljarnar) bakaðar á staðnum.
Mæli eindregið með Mosa.
Fleiri fréttir af Mosa Streetfood hér.
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi








