Veitingarýni
Mosi Streetfood – Veitingarýni
Nú á dögunum var ég staddur á Akureyri og þegar ég keyrði framhjá Torfunesbryggjunni, þá sá ég matarvagninn Mosa og það kom strax upp í huga mér, ég verð að prufa matinn hjá þeim.
Við vorum þrjú sem fengum okkur snæðing hjá þeim og fyrir valinu var Dirty fries, Tacos með önd og grísakjöti. Mosi leggur áherslu á að maturinn er unninn úr góðu hráefni og undirbúinn frá grunni.
Vorum ekki fyrir vonbrigðum, góður matur og þjónustan og liðlegheitin alveg til fyrirmyndar.
Bæði grísa og andar taco var ferskt, mátulega sterkt á bragðið, toppað með ferskum vorlauk og eplum, sem gerði gott jafnvægi á réttina. Dirty fries hlaðið af góðgæti og nóg af beikoni, virkilega gott.
Borgaði 2850 fyrir hvern skammt (2 tacos í hverjum skammti) og Dirty fries á 1790.
Það eina sem ég get sett út á ef þannig má orða, að ég hefði viljað fá tortillurnar (mjúku skeljarnar) bakaðar á staðnum.
Mæli eindregið með Mosa.
Fleiri fréttir af Mosa Streetfood hér.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný