Veitingarýni
Mosi Streetfood – Veitingarýni
Nú á dögunum var ég staddur á Akureyri og þegar ég keyrði framhjá Torfunesbryggjunni, þá sá ég matarvagninn Mosa og það kom strax upp í huga mér, ég verð að prufa matinn hjá þeim.
Við vorum þrjú sem fengum okkur snæðing hjá þeim og fyrir valinu var Dirty fries, Tacos með önd og grísakjöti. Mosi leggur áherslu á að maturinn er unninn úr góðu hráefni og undirbúinn frá grunni.
Vorum ekki fyrir vonbrigðum, góður matur og þjónustan og liðlegheitin alveg til fyrirmyndar.
Bæði grísa og andar taco var ferskt, mátulega sterkt á bragðið, toppað með ferskum vorlauk og eplum, sem gerði gott jafnvægi á réttina. Dirty fries hlaðið af góðgæti og nóg af beikoni, virkilega gott.
Borgaði 2850 fyrir hvern skammt (2 tacos í hverjum skammti) og Dirty fries á 1790.
Það eina sem ég get sett út á ef þannig má orða, að ég hefði viljað fá tortillurnar (mjúku skeljarnar) bakaðar á staðnum.
Mæli eindregið með Mosa.
Fleiri fréttir af Mosa Streetfood hér.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun