Vertu memm

Veitingarýni

Mosi Streetfood – Veitingarýni

Birting:

þann

Mosi Streetfood - Andar taco

Andar taco

Nú á dögunum var ég staddur á Akureyri og þegar ég keyrði framhjá Torfunesbryggjunni, þá sá ég matarvagninn Mosa og það kom strax upp í huga mér, ég verð að prufa matinn hjá þeim.

Við vorum þrjú sem fengum okkur snæðing hjá þeim og fyrir valinu var Dirty fries, Tacos með önd og grísakjöti. Mosi leggur áherslu á að maturinn er unninn úr góðu hráefni og undirbúinn frá grunni.

Vorum ekki fyrir vonbrigðum, góður matur og þjónustan og liðlegheitin alveg til fyrirmyndar.

Mosi Streetfood - Grísa taco

Grísa taco

Bæði grísa og andar taco var ferskt, mátulega sterkt á bragðið, toppað með ferskum vorlauk og eplum, sem gerði gott jafnvægi á réttina. Dirty fries hlaðið af góðgæti og nóg af beikoni, virkilega gott.

Borgaði 2850 fyrir hvern skammt (2 tacos í hverjum skammti) og Dirty fries á 1790.

Mosi Streetfood - Dirty fries

Dirty fries

Það eina sem ég get sett út á ef þannig má orða, að ég hefði viljað fá tortillurnar (mjúku skeljarnar) bakaðar á staðnum.

Mæli eindregið með Mosa.

Fleiri fréttir af Mosa Streetfood hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið