Markaðurinn
Mjólkin er komin í jólabúning
Jólin, jólin, jólin koma brátt og má það glögglega sjá á því að mjólkin frá MS er komin í jólabúning. Jólamjólkurfernurnar prýða stórskemmtilegar jólasveinateikningarnar Stephens Fairbairn myndlistarmanns og hafa þær vakið óskipta athygli frá upphafi. Á mörgum heimilum er vinsælt að klippa sveinana út og nota í föndur í aðdraganda jólanna en myndirnar af sveinunum góðu er líka að finna á vefnum jolamjolk.is.
Á vefnum má jafnframt finna litabók sem hægt er að prenta út og 1. desember opnar þar skemmtilegt jóladagatal sem allir geta tekið þátt í. Þátttakendur geta opnað nýjan glugga með laufléttum spurningum á hverjum degi til jóla og verða heppnir vinningshafar dregnir út í upphafi nýs árs og verðlaunaðir með spennandi vinningum.
Jólamjólkurumbúðirnar verða í verslunum landsins fram undir áramót og vonum við að landsmenn taki fagnandi á móti jólasveinunum líkt og undanfarin ár.
Hægt að fylgjast nánar með hér Jólamjólk | Facebook
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður