Markaðurinn
Mjólkin er komin í jólabúning
Jólin, jólin, jólin koma brátt og má það glögglega sjá á því að mjólkin frá MS er komin í jólabúning. Jólamjólkurfernurnar prýða stórskemmtilegar jólasveinateikningarnar Stephens Fairbairn myndlistarmanns og hafa þær vakið óskipta athygli frá upphafi. Á mörgum heimilum er vinsælt að klippa sveinana út og nota í föndur í aðdraganda jólanna en myndirnar af sveinunum góðu er líka að finna á vefnum jolamjolk.is.
Á vefnum má jafnframt finna litabók sem hægt er að prenta út og 1. desember opnar þar skemmtilegt jóladagatal sem allir geta tekið þátt í. Þátttakendur geta opnað nýjan glugga með laufléttum spurningum á hverjum degi til jóla og verða heppnir vinningshafar dregnir út í upphafi nýs árs og verðlaunaðir með spennandi vinningum.
Jólamjólkurumbúðirnar verða í verslunum landsins fram undir áramót og vonum við að landsmenn taki fagnandi á móti jólasveinunum líkt og undanfarin ár.
Hægt að fylgjast nánar með hér Jólamjólk | Facebook

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta