Markaðurinn
Mjólkin er komin í jólabúning
Jólin, jólin, jólin koma brátt og má það glögglega sjá á því að mjólkin frá MS er komin í jólabúning. Jólamjólkurfernurnar prýða stórskemmtilegar jólasveinateikningarnar Stephens Fairbairn myndlistarmanns og hafa þær vakið óskipta athygli frá upphafi. Á mörgum heimilum er vinsælt að klippa sveinana út og nota í föndur í aðdraganda jólanna en myndirnar af sveinunum góðu er líka að finna á vefnum jolamjolk.is.
Á vefnum má jafnframt finna litabók sem hægt er að prenta út og 1. desember opnar þar skemmtilegt jóladagatal sem allir geta tekið þátt í. Þátttakendur geta opnað nýjan glugga með laufléttum spurningum á hverjum degi til jóla og verða heppnir vinningshafar dregnir út í upphafi nýs árs og verðlaunaðir með spennandi vinningum.
Jólamjólkurumbúðirnar verða í verslunum landsins fram undir áramót og vonum við að landsmenn taki fagnandi á móti jólasveinunum líkt og undanfarin ár.
Hægt að fylgjast nánar með hér Jólamjólk | Facebook
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi