Markaðurinn
Mjólkin er komin í jólabúning
Jólin, jólin, jólin koma brátt og má það glögglega sjá á því að mjólkin frá MS er komin í jólabúning. Jólamjólkurfernurnar prýða stórskemmtilegar jólasveinateikningarnar Stephens Fairbairn myndlistarmanns og hafa þær vakið óskipta athygli frá upphafi. Á mörgum heimilum er vinsælt að klippa sveinana út og nota í föndur í aðdraganda jólanna en myndirnar af sveinunum góðu er líka að finna á vefnum jolamjolk.is.
Á vefnum má jafnframt finna litabók sem hægt er að prenta út og 1. desember opnar þar skemmtilegt jóladagatal sem allir geta tekið þátt í. Þátttakendur geta opnað nýjan glugga með laufléttum spurningum á hverjum degi til jóla og verða heppnir vinningshafar dregnir út í upphafi nýs árs og verðlaunaðir með spennandi vinningum.
Jólamjólkurumbúðirnar verða í verslunum landsins fram undir áramót og vonum við að landsmenn taki fagnandi á móti jólasveinunum líkt og undanfarin ár.
Hægt að fylgjast nánar með hér Jólamjólk | Facebook
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám







