Vertu memm

Frétt

Minnkuð matarsóun með hentugri heimabrauðgerð – Alþjóðlegur dagur heimabakaðs brauðs í dag 17. nóvember

Birting:

þann

Heimabakað brauð

Matarsóun er óneitanlega alvarlegt vandamál í heiminum en rannsóknir hafa sýnt að um þriðjungur matar sem keyptur er inn á heimili fólks endar í ruslinu! Brauð er ein tegund matar sem helst er hent og það er vegna þess hve fljótt brauð verður þurrt, hart og jafnvel myglað eða óspennandi til átu. Það má auðvitað hægja á þessu með ýmsum rotvarnar- og aukaefnum en það þykir þó betra að komast hjá mikilli inntöku slíkra efna.

Í Evrópuverkefninu FutureKitchen sem Matís leiðir og er styrkt af EIT-Food, sjóði á vegum Evrópusambandsins, hefur áhersla verið lögð á að finna lausnir við þessu vandamáli. Það er meðal annars gert með því að vekja vitund og áhuga ungs fólks á tækninýjungum og nýjum aðferðum sem stuðla að aukinni sjálfbærni á sviði fæðu. Tvær lausnir eru kynntar í þrívíddarmyndbandi sem var gefið út í tengslum við verkefnið, annars vegar heimabrauðgerð og hins vegar snakkframleiðsla úr brauðafgöngum.

Heimabrauðgerð getur minnkað matarsóun brauðs til muna þar sem hún stuðlar að markvissri nýtingu á brauði, með öðrum orðum; fólk býr til brauð heima við þegar það langar í það! Þetta kann þó að taka helst til langan tíma og undirbúning en það vandamál er úr sögunni ef notuð er ný vél sem bakar tortillur eftir eftirspurn, eina í einu svo þú færð volgt og ljúffengt brauð hvenær sem þú vilt.

Tilvalið er líka að gera snakk úr brauð afgöngum og hafa frumkvöðlar í Sviss tekið þetta til sín. Þeir framleiða nú girnilegt snakk úr brauði sem annars færi í ruslið nokkrum klukkutímum eftir bakstur í bakaríum.

Þú getur horft á þrívíddarmyndbandið hér:

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið