Vertu memm

Markaðurinn

Minna plast hjá MS með umhverfisvænni umbúðum

Birting:

þann

KEA skyrdrykkir

Á næstu dögum munu plastdósir undir KEA skyrdrykki hverfa úr hillum íslenskra verslana og í staðinn fara skyrdrykkirnir góðu í umhverfisvænni pappafernur. Í framhaldinu stendur til að flytja alla drykki sem áður voru í plastdósum yfir í slíkar fernur og er þá átt við Ab-skyrdrykki og létt jógúrtdrykki til viðbótar við KEA skyrdrykkina.

Samskonar fernur eru notaðar fyrir íþróttadrykkinn Hleðslu og Ísey skyr próteindrykk en um er að ræða handhægar og endurlokanlegar umbúðir, en með tappanum má draga úr matarsóun ef drykkurinn er ekki kláraður í einni atrennu. Pappírinn í fernunum er hægt að nýta til ýmissa hluta sé hann flokkaður frá og skilað til endurvinnslu og í raun má segja að fernurnar geti öðlast framhaldslíf því tómar fernur ásamt öðru pappírs- og pappaefni er flutt til Svíþjóðar til endurvinnslu.

Pappafernurnar eru því í ýmsum skilningi umhverfisvænar. Pappinn er úr ábyrgri skógrækt þar sem skógarnir fá að endurnýja sig og trjávexti er haldið gangandi. Fernurnar er hægt að endurvinna og þar sem þær eru léttar í flutningi og lögunin leyfir mikið magn á flutningabílum þurfa bílarnir að fara færri ferðir og valda þannig minni eldsneytisútblæstri út í andrúmsloftið og kolefnisfótspor minnkar því bæði við framleiðslu og flutning umbúðanna.

Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, eru þessar breytingar hjá Mjólkursamsölunni liður í umhverfisstefnu fyrirtækisins og hefur fyrirtækið lagt ríka áherslu á það undanfarin misseri að draga úr plastnotkun sem frekast er unnt. Nýlega voru kynntar breytingar á G-mjólkurumbúðunum þar sem plaströrið var tekið af og á síðasta ári fóru allar mjólkurumbúðir MS yfir í pappafernur sem hafa 66% minna kolefnisfótspor en áður og eru þær umhverfisvænustu umbúðir sem völ er á fyrir drykkjarmjólk.

MS er sífellt að skoða leiðir til að draga úr plasti í skyr- og jógúrtumbúðum og er það gert í samráði og samvinnu við fyrirtæki sem sérhæfa sig í umbúðalausnum fyrir matvæli því að á sama tíma og kröfur um umhverfisvænar umbúðir eru háværar er líka mikilvægt að hugsa til þess að umbúðirnar séu sterkar og góðar svo gæði og geymsluþol varanna haldist sem best.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið