Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Mímir er nýr og líflegur veitingastaður
Undanfarna mánuði hefur mikið gengið á á Hótel Sögu, en öll fyrsta hæðin hefur verið færð í nýjan búning. Í allri endurnýjun hefur verið hugað að því að Sagan fái að njóta sín, bæði í fortíð og nútíð.
Mímisbar er á sama stað í nýjum búningi, með 10 bjóra á dælu, úrval kokteila og forláta vínskápi sem geymir fjölda víntegunda frá vínbændum víðsvegar að.
Mímir er nýr og líflegur veitingastaður sem býður upp á framandi bragðsamsetningar í mat og drykk. Mímir er opinn fyrir hádegisverð og kvöldverð alla daga.
Hráefnið er beint frá bændum þar sem því er komið við, eða það besta fáanlega úr sjó og landi.
Þeir matreiðslumenn sem halda um stjórnvölinn á Mímir eru Denis Grbic Kokkur ársins 2016 og yfirkokkur staðarins og Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo er vaktstjóri, en þau eru bæði meðlimir í Kokkalandsliðinu.
Á matseðlinum má sjá á frumlegan hátt ýmsar útfærslur af réttum og framsetningu, t.d. sleðaferð sem er andalifur, reykt bleikja, grísasíða og rauð epli.
Í aðalréttum er klassíska Nauta rib eye með laukgljáa og vatnakarsi, þorskur svo fátt eitt sé nefnt.
Grænmeti fær gott hlutverk á matseðlinum og eins er hægt að panta rétti til að deila.
Girnilegur götumatur (street food) er á matseðlinum, Bóndalokan fræga sem er skonsa og gæsakonfit, stökkir kjúklingaleggir og rauðrófusalatið.
Að lokum er val á milli þriggja eftirrétta.
Opnunartími í hádeginu er frá 12.00 til 14.00. Á kvöldin frá klukkan 18.00 til 22.00. Mímisbarinn er opinn allan daginn eða frá klukkan 12.00 til miðnættis.
Þann 1. desember byrjar svo flottur jóladögurður sem verður alla laugardaga og sunnudaga út desember og að auki fá börn á aldrinum 6 ára og yngri að borða frítt.
Allar nánari upplýsingar má lesa á heimasíðu Mími og á samfélagsmiðlum:
https://www.instagram.com/p/BqcKKiqB9jV/
Myndir: Aðsendar / Mímir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni6 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð