Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Mikil gleði á formlegri opnun RIO – Myndir

Birting:

þann

RIO Reykjavík - Formleg opnun miðvikudaginn 17. janúar 2018

Miðvikudaginn s.l. opnaði RIO Reykjavík með pompi og prakt. Boðið var upp á smakk af nýja matseðlinum ásamt suðrænum og seiðandi drykkjum.

RIO Reykjavík er ferskur, framandi og frábær suður amerískur veitingastaður, hann er með örlitlu asísku ívafi svo að kokkarnir geta skapað ennþá bragðmeiri og skemmtilegri mat.

RIO Reykjavík er staður þar sem matur, þjónusta og drykkir mynda fjöruga og fabjúlöss stemmingu svo að heimsókn á RIO er sannkölluð upplifun.

Magnús Már Haraldsson, Ásbjörn Jónsson og Fannar Geir Ólafsson, veitingamenn frá Selfossi, annast nú reksturinn ásamt Eldingu, ferðaþjónustufyrirtæki. Þau hafa fengið til liðs við sig Anítu Ösp Ingólfsdóttur, sem ràðin hefur verið yfirkokkur og Natascha Fischer veitingarstjóri.

Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar á formlegri opnun RIO.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið