Markaðurinn
Mexíkóskar flautur með avacadosósu – Einfaldar og einstakar tortillur
Hver elskar ekki mexíkóskan mat sem tekur innan við 30 mínútur að gera? Mexíkóskar flautur er eitthvað sem passar við mörg tilefni, bæði í saumaklúbbinn, afmæli eða fyrir fljótlegan og léttan kvöldmat.
Flauturnar eru stökkar sem gerir þær ennþá betri. Gott að bera fram með avacadósósu, guacamole, auka salsa og jafnvel Nachos flögum.
Innihald
1 tsk ólífu olía
½ rauðlaukur
½ laukur
3 hvítlauksgeirar
½ dós af gulum baunum
2 kjúklingabringur, eldaðar og rifnar niður
1 dós salsasósa
100 g sýrður rjómi 10%
1 dós af Mexíkóskri ostablöndu frá Gott í matinn
10-12 tortillur
3 msk smjör
Avacadosósa
2 avacado
1 dós af sýrðum rjóma 10%
1 handfylli af ferskum kóríander
1 bréf af guacamole dip mix
Safi úr einni límónu
Aðferð
- Hiti ofninn í 180 gráður og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
- Setjið olíu á pönnu og hitið við meðalháan hita.
- Skerið niður lauk og hvítlauk og steikið ásamt baunum þar til laukurinn er aðeins farinn að eldast.
- Mjög fljótlegt er að nota tilbúinn kjúkling og nýta bringurnar af kjúklingum og rífa niður og setja á pönnuna. Ef ekki eru tvær bringur steiktar eða grillaðar og rifnar niður og settar út á pönnuna.
- Setjið því næst salsasósu og sýrðan rjóma á pönnuna og blandið öllu vel saman.
- Takið pönnuna af hitanum og blandið ostinum saman við og blandi öllu saman.
- Smyrjið hverja tortillu fyrir sig og vefjið þeim upp og setjið á bökunarplötu.
- Bræðið smjör og penslið því yfir hverja tortillu fyrir sig og eldið í rúmar 15 mínútur eða þar til vefjurnar eru orðnar gylltar að lit. Mexíkóskar flautur eiga að vera stökkar svo gott er að hafa þær aðeins lengur til að fá stökka áferð en of stutt.
- Berið fram með avacadosósu, ferskum kóríander og rauðlauk.
Avacadosósa
- Setjið alt í matvinnsluvél og hrærið saman þar til sósan er orðin slétt og fín.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars