Markaðurinn
Mexíkósk grillveisla með pylsum og taco: Litríkt og ótrúlega gott
Ef hefðbundnar grillaðar pylsur eru farnar að verða þreyttar þá er þessi mexíkóska grillveisla akkúrat það sem þú þarft til þess að hrista upp í pylsumálum. Hér fá bragðmiklar Mexíkó og Chilli Cheddar pylsur að njóta sín í litlum taco kökum, ásamt fersku grænmeti, sýrðum rjóma og bræddum osti.
Pylsurnar eru grillaðar á teinum til að gera eldunina einfaldari og stemninguna aðeins skemmtilegri – þetta er einfaldur réttur sem allir í fjölskyldunni elska! Litríkt, skemmtilegt og alveg ótrúlega gott.
Innihald
1 pk. Mexíkó smápylsur frá Kjarnafæði
1 pk. Chilli Cheddar pylsur frá Kjarnafæði
1-2 pk. Litlar taco kökur
½ rauð paprika
½ græn paprika
½ rauðlaukur
Kokkteiltómatar
Iceberg
Sýrður rjómi
Rifinn ostur
Aðferð
Byrjið á því að hita grillið.
Raðið pylsunum á tvo grillteina þannig að hver pylsa fer þvert á teinana. Það er hægt að raða tegundunum til skiptis eða hafa sitthvora tegundina á teinunum, allt eftir smekk.
Skerið grænmetið smátt og geymið til hliðar. Hér væri snjallt að leggja á borð og setja sósurnar og drykki á borðið.
Setjið teinana með pylsunum á grillbakka ásamt, smávegis af rifnum osti og taco kökum og farið með þetta að grillinu.
Grillið pylsurnar þar til þær fá fallega grillrönd og heitar í gegn. Þegar þær eru alveg að verða tilbúnar, stráið þá rifnum osti yfir þær.
Hitið taco kökurnar þegar pylsurnar eru að verða klárar.
Setjið sósur og grænmeti eftir smekk á taco kökurnar og setjið pylsurnar ofan á.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar19 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






